close
Share with your friends

Stjórnun upplýsingatækniáhættu og öryggi upplýsingakerfa

Upplýsingatækniáhættu og öryggi upplýsingakerfa

Rétta tæknin, faglega innleidd, með viðeigandi stýringu og eftirfylgni getur leitt til aukins vaxtar og skilvirkni.

Aukin vöxtur með réttri tækni, faglega innleiddri, með viðeigandi stýringu og eftirfylgni.

Stjórnun upplýsingatækniáhættu og öryggi upplýsingakerfa

Hvernig KPMG félög geta aðstoðað

Áhætta tengd notkun á upplýsingakerfum hefur aukist til muna og kallar þetta á aukna ábyrgð frá stjórnendum og starfsfólki. Upplýsingakerfi eru í dag orðin órofinn og samþættur hluti af rekstri fyrirtækja og stofnana og snerta beint eða óbeint alla ferla í viðskiptum og vinnslu fjármála- og stjórnendaupplýsinga. Af þessum sökum er ekki hægt að líta á upplýsingaöryggi sem einn stakan áhættuþátt, heldur er áhættan orðin samofin rekstrinum.  

Með hliðsjón af hinu breytilega reglugerðarumhverfi og auknum kröfum þurfa fyrirtæki stöðugt að takast á við nýjar áskoranir. Á sama tíma og fyrirtæki eru að einblína á að stýra nýjum og viðvarandi ógnunum þurfa þau einnig að vinna hörðum höndum að því að halda jafnvægi milli tekjum og kostnaði. Í ljósi slíkra áskorana hefur áhættustýring og reglufylgni á upplýsingatækni aldrei verið mikilvægari, þar sem raskanir geta haft í för með sér orðsporsáhættu, þjónusturof, gagnatap, viðskiptavinaflótta, og aukningu persónuverndarmála og alvarlegra dómsmála.  Í núverandi rekstrarumhverfi, er nauðsynlegt að efla stýringu í upplýsingatækni til að tryggja að fyrirtækinu sé stýrt á viðeigandi og áreiðanlegan hátt. 

Rétta tæknin, faglega innleidd, með viðeigandi stýringu og eftirfylgni getur leitt til aukins vaxtar og skilvirkni. Árangursrík innleiðing krefst faglegrar aðstoðar og ráðgjafar þar sem tryggt er að áhættuþættir séu rétt skilgreindir og tekist á við með viðeigandi hætti.   

Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum í að greina þeirra tækniáskoranir og aðstoðum þá við:   

  • Áhættustýring upplýsingatæknimála: Við vinnum náið með viðskiptavinum í að byggja upp stjórnkerfi upplýsingaöryggis og innleiða skilvirkt eftirlitsumhverfi þar sem unnið er samkvæmt þekktum öryggis- og gæðastöðlum s.s. ISO 27001, COBIT og ITIL.   
  • Fylgni við lög og reglugerðir: aðstoða fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir við að uppfylla þær lagalegu skyldur sem falla undir rekstur þeirra. Þar á meðal eru m.a. lög um persónuvernd, NIS tilskipun, leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins ásamt lögum og reglugerðum um fjarskipti svo eitthvað sé nefnt.  
  • Útvistun: Við bjóðum upp á aðstoð við útvistun upplýsingatæknimála, innan sem og milli landa, ásamt því að tryggja árangursríkt eftirlit með framkvæmd og rekstri.  
  • Öruggur rekstur viðskiptakerfa. Aðgangsheimildir og örugg uppsetning á viðskiptakerfum og tengdum viðskiptaferlum skipta rekstraraðila miklu. Sérfræðingar KPMG aðstoða viðskiptavini m.a.  við að hanna aðgangsheimildir, greina veikleika í uppsetningu kerfa og viðskiptaferla sem kerfin styðja. Áhersla er lögð á Windows stýrikerfi, Mircosoft Dynamics NAV, og SAP viðskiptakerfin. 

Hjá KPMG leggjum við áherslu á hvað tæknin hefur fram á að færa fyrir rekstur fyrirtækja fremur en innleiðingu einstakra kerfa, og við því ekki tengd neinum vélbúnaðar eða hugbúnaðarframleiðendum. Við erum því óháð í allri okkar ráðgjöf og horfum einungis til þarfa viðskiptavinarins. 

Þjónusta okkar byggir á viðkenndum og þróuðu lausnum KPMG International og njótum við stuðnings annarra ráðgjafa KPMG á þessu sviði þegar kemur að flóknum úrlausnarefnum. 

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði