close
Share with your friends

IFRS 16 líkan KPMG

IFRS 16 líkan KPMG

Einfalt og skilvirkt líkan til að reikna og færa leigusamninga samkvæmt nýjum reikningsskilareglum

Einfalt og skilvirkt líkan til að reikna og færa leigusamninga.

Í byrjun árs 2019 tók gildi nýr alþjóðalegur reikningsskilastaðall um leigusamninga, IFRS 16 Leigusamningar. Staðallinn felur í sér umtalsverðar breytingar á reglum um færslu leigusamninga í reikningsskilum leigutaka, sem í flestum tilvikum munu þurfa að reikna og færa eignir, skuldir, afskriftir og vaxtagjöld vegna leigusamninga.

Miðað við gildandi lög nr. 3/2006 um ársreikninga gilda reglur staðalsins bæði fyrir félög sem semja reikningsskil sín í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og félög sem semja reikningsskil sín í samræmi við ársreikningalög. 

Innleiðing nýrra reikningsskilareglna um leigusamninga mun meðal annars hafa eftirfarandi áhrif:

  • Skilgreina þarf þá samninga sem ber að færa samkvæmt reglum IFRS 16 og taka saman nauðsynlegar upplýsingar vegna þeirra;
  • Helstu fjárhagskennitölur breytast, sem getur t.a.m. haft áhrif á því hvort félög uppfylla skilmála lánasamninga;
  • Nýir matsliðir vegna færslu leigusamninga krefjast sérfræðiþekkingar;
  • Meiri sveiflur í eignum og skuldum félaga með tilheyrandi áhrifum á arðgreiðslumöguleika þeirra;
  • Ný kerfi og/eða ferlar gætu verið nauðsynlegir til að mæta kröfum staðalsins.

Ljóst er að nýju reikningsskilareglurnar munu hafa umtalsverð áhrif á mörg íslensk félög. Mikilvægt er að bregðast hratt og örugglega við til þess að tryggja að útreikningar og færslur vegna leigusamninga séu í samræmi við þessar nýjar reglur.

KPMG hefur smíðað líkan sem leysir helstu áskoranir vegna útreikninga eigna, skulda, afskrifta og vaxtagjalda í samræmi við reglur IFRS 16 með einföldum og skilvirkum hætti. 

 

Nánari upplýsingar um líkanið er að finna í einblöðung sem hægt er að nálgast hér.  

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði