close
Share with your friends

Fylgni við lög og reglugerðir

Fylgni við lög og reglugerðir

Í gegnum tíðina hafa margvísleg lög og reglugerðir verið tekin upp til að auka öryggi og gagnsæi rafrænna upplýsinga og samskipta með rafrænum hætti.

Lög og reglur hafa verið sett til að auka öryggi og gagnsæi rafrænna upplýsinga.

Í gegnum tíðina hafa margvísleg lög og reglugerðir verið tekin upp til að auka öryggi og gegnsæi rafrænna upplýsinga og samskipta með rafrænum hætti. Þar á meðal eru m.a. lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, lög um rafrænt bókhald, leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins ásamt lögum og reglugerðum um fjarskipti. Samhliða hefur þörfin fyrir reglubundið eftirlit með öryggi upplýsingakerfa og gagna aukist. KPMG býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á Íslensku lagaumhverfi og vinnur náið með viðskiptavinum sínum við úttekt á fylgni við gildandi lög og reglugerðir. 

Sérfræðingar KPMG geta veitt fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum aðstoð við að uppfylla þær lagalegu skyldur sem falla undir rekstur þeirra. Framkvæmd eru markviss greining, flokkun og skráning upplýsingakerfa með tilliti til rekstrarumhverfis og þeirra laga og reglugerða sem uppfylla þarf. Niðurstöðum greiningar er skilað á skýrsluformi sem síðan nýtist til áframhaldandi úrvinnslu og innleiðingar ferla og eftirlitsþátta sem auka skilvirkni við að standast kröfur eftirlitsaðila. 

KPMG getur ennfremur boðið fjölbreytta aðstoð við skilgreiningu ferla og eftirlitsþátta sem auka öryggi og skilvirkni fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana við að uppfylla kröfur eftirlitsaðila sem sniðnar eru í samræmi við rekstrarumhverfi og þarfir hvers og eins. Eins getum við aðstoðað við að greina ferla og eftirlitsþætti sem þegar hafa verið innleiddir. Í kjölfarið er síðan skilað ítarlegri skýrslu með greiningu á upplýsingakerfum, lagaumhverfi ásamt helstu áhættum og mögulegum frávikum.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði