Netöryggi - cyber security | KPMG | IS
close
Share with your friends

Netöryggi - cyber security

Netöryggi - cyber security

Netöryggi (e. Cyber security) er ein af mikilvægustu áskorunum stjórnenda fyrirtækja í dag.

Netöryggi er ein af mikilvægustu áskorunum stjórnenda fyrirtækja í dag.

Netöryggi (e. Cyber security) er ein af mikilvægustu áskorunum stjórnenda fyrirtækja í dag, því hætta af tölvuárásum (e. Cyber crimes) er raunveruleg áhætta enda hefur tíðni slíkra árása vaxið undanfarið samhliða því að vistun, meðhöndlun og úrvinnsla upplýsinga á stafrænu formi hefur verið stigvaxandi með hverju ári. Viðbúnaður fyrirtækja gagnvart slíkum árásum hefur því aldrei verið jafn mikilvægur. 

Samkvæmt alþjóðlegri könnun KPMG (Global CEO Outlook) sem framkvæmd var árið 2015 eru netöryggismál ein af mikilvægustu áskorunum stjórnenda fyrirtækja í dag. Tækifæri fyrirtækja til að bregðast við áhættunni og skara fram úr í netöryggismálum eru til staðar og geta leitt til aukins trausts viðskiptavina og betri afkomu fyrirtækja til lengri tíma litið. 

KPMG Cyber Security á Norðurlöndunum 

KPMG á Íslandi vinnur náið með KPMG á Norðurlöndunum og býður fjölbreytta þjónustu á sviði netöryggismála. Skrifstofa KPMG í Finnlandi hefur sérhæft sig í netöryggismálum og hefur á að skipa yfir 80 sérfræðingum á sviði netöryggismála sem þekkja vel starfsumhverfi og hvernig eigi að mæta þörfum viðskiptavina.  

Þjónusta KPMG 

Greining á stöðu (FIND IT)  

 • Greina stöðu netöryggismála svo sem ógnir, veikleika og áhættur og þróun viðbragðsáætlunar. 
 • Veikleika- og innbrotsprófanir á netkerfum, vefsíðum og snjallforritum. 
 • Veikleikagreiningar og veikleikastjórnun. 
 • Viðbragðsáætlun.

Úrbætur (FIX IT)  

 • Gera nauðsynlegar breytingar til að auka öryggi og draga úr áhættu á tölvuárásum. 
 • Umgjörð öryggis hönnuð. 
 • Stjórnkerfi upplýsingaöryggis mótað. 
 • Þjálfun og kennsla starfsmanna.   

Viðhald (RUN IT)  

 • Viðhalda öryggi í samræmi við þróun viðskiptaferla og tækninýjunga. 
 • Stefnumótun netöryggismála og umbætur. 
 • Persónuvernd og gagnaöryggi. 
 • Úttekt og öryggisvottanir  

Hafðu samband

 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn