Þjónustan okkar

Þjónustan okkar

Samningar um viðskipti með fyrirtæki, rekstur eða fjármögnun eru ekki lengur einfaldir gjörningar og krefjast oft svara við flóknum spurningum.

Þjónustan okkar.

Samningar um kaup og sölu fyrirtækja, rekstur þeirra eða fjármögnun eru ekki lengur einfaldir gjörningar og krefjast oft svara við flóknum spurningum. Nýjar reglur, breytingar í skattaumhverfi, reglugerðir um gagnavernd og viðskiptasamninga á milli landa eru dæmi um flókin viðfangsefni sem þarf að skoða vel. Þá eru gögn sífellt að verða mikilvægari og getur öflun þeirra, meðferð og greining verið vandasöm. Gagnasöfn stækka sífellt hraðar. Kröfur um greiningu þeirra aukast dag frá degi til að hægt sé að koma auga á réttu tækifærin og grípa þau eða möguleg vandamál og leysa þau, tímalega í vaxandi hraða viðskipta. 

Fjármálaráðgjöf KPMG hefur byggt upp alþjóðlegt net sérhæfðra ráðgjafa með breiðan bakgrunn og þekkingu sem horfa á samninga frá öllum sjónarhornum. Með því að vinna saman aukum við innsýn og virði fyrir alla hagsmunaraðila. Hjá KPMG er alltaf hugsað um  heildarferlið frá upphafi til enda til þess að ganga úr skugga um að þú spyrjir réttu spurningarnar á réttu tímunum og fáir svörin frá réttu einstaklingunum.  

Sérfræðingar okkar í fjármálaráðgjöf veita þér hagnýtta ráðgjöf sem lágmarkar áhættu og eykur virði fyrir fyrirtækið þitt.   

Okkar þjónustuframboð:

  • Áreiðanleika kannanir (e. Due diligence)
  • Verðmat (e. Valuation)
  • Kaup og sala (e. Mergers & Acquisition)
  • Fasteignaþróun og fasteignamat (e. Real estate valuation)
  • Fjárhagsleg endurskipulagning (e. Financial restructuring)
  • Undirbúningur fyrir skráningu (e. IPO readiness)
  • Öflun lánsfjármagns (e. Funding)
  • Samþætting og skipting (e. Integration and separation)

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði