close
Share with your friends

Þjónustan okkar

Þjónustan okkar

Samningar um viðskipti með fyrirtæki, rekstur eða fjármögnun eru ekki lengur einfaldir gjörningar og krefjast oft svara við flóknum spurningum.

Þjónustan okkar.

Samningar um viðskipti með fyrirtæki, rekstur eða fjármögnun eru ekki lengur einfaldir gjörningar og krefjast oft svara við flóknum spurningum. Nýjar reglur, breytingar í skattaumhverfi, reglugerðir um gagnavernd og viðskiptasamninga á milli landa eru dæmi um flókin viðfangsefni sem þarf að skoða vel. Þá eru gögn eru sífellt að verða mikilvægari og getur öflun þeirra, meðferð og greining verið vandasöm. Gagnasöfn stækka sífellt hraðar. Kröfur um greiningu þeirra aukast dag frá degi til að hægt sé að koma auga á réttu tækifærin til að gera betur eða möguleg vandamál og leysa þau tímalega í vaxandi hraða viðskipta.  

Fjármálaráðgjöf KPMG hefur byggt upp alþjóðlegt net sérhæfðra ráðgjafa með breiðan bakgrunn og þekkingu sem horfa á samninga frá öllum sjónarhornum. Með því að vinna saman aukum við innsýn og virði fyrir alla hagsmunaraðila. Við hugsum alltaf um heildar ferlið frá upphafi til enda til þess að gagna úr skugga um að þú spyrjir réttu spurningarnar á réttu tímunum og fáir svörin frá réttu einstaklingunum.  

Sérfræðingar okkar í fjármálaráðgjöf veita þér hagnýtta ráðgjöf sem lágmarkar áhættu og eykur virði fyrir fyrirtækið þitt.  

Okkar þjónustuframboð: 

  • Áreiðanleikakannanir (e. Due dilignce). Við hjálpum kaupendum fyrirtækja við að ganga úr skugga um að staða viðkomandi félags sé í samræmi við uppgefnar upplýsingar og væntingar með því að framkvæma áreiðanleikakannanir. Í sumum tilfellum láta seljendur framkvæma áreiðanleikakönnun áður en fyrirtæki fer í söluferli til þess að geta brugðist við fyrirfram ef eitthvað þarf að laga, en jafnframt til þess að einfalda söluferlið (e. Vendor Due Diligence)    
  • Öflun lánsfjármagns (e. Debt Advisory): Við aðstoðum lántakendur og útgefendur skuldabréfa við fjármögnun með það að leiðarljósi að lágmarka áhættu og hámarka viðri.    
  • Kaup og sala fyrirtækja (e. Mergers & Acquisitions): Við vinnum náið með kaupendum eða seljendum til að hjálpa þeim að taka upplýstar og tímanlegar ákvarðanir og hámarka sitt virði í viðskiptum með fyrirtæki. 
  • Fjárhagsleg endurskipulagning (e. Financial Restructuring & Turnaround): Við erum óháðir ráðgjafar sem hjálpum þér að leysa flókin verkefni og innleiða lausnir sem styrkja eða endurbyggja fjárhagstöðu félagsins. Við hjálpum við að stýra endurskipulagningu með því að halda fókus á lykilspurningum sem tengjast þínum rekstri.  
  • Verðmat (e. Valuation): Við höfum heildræna sýn á virði og hjálpum þér að skilja hvað það er sem keyrir virði félagsins áfram þannig þú sér betur í stakk búinn til að taka réttar ákvarðanir fyrir þitt fyrirtæki eða kaupa fyrirtæki á réttu verði. 
  • Undirbúningur fyrir skráningu (IPO Readiness): Við hjálpum fyrirtækjum að meta hvort skráning á hlutabréfamarkað (aðallista Nasdaq eða First North) henti þeim og hvort fyrirtækin séu tilbúin í það ferli. Jafnframt aðstoðum við fyrirtækin í gegnum undirbúning og framkvæmd skáningar þegar sú leið er valin. 
  • Fasteignaþróun og verðmat fasteigna: KPMG hefur komið að fasteignaverkefnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum, bönkum og sveitarfélögum landsins. Víðtæk reynsla KPMG nær til atvinnuhúsnæðis, íbúðarhúsnæðis sem og til sérhæfðra eigna.  
  • Samþætting og skipting (e. Integration and Separation): Við hjálpum fyrirtækjum að samþætta starfsemi sína við aðrar einingar eða aðskilja þær í framhaldi af samrunum og yfirtökum. Framkvæmdin á samþættingu eða uppskiptingu er afar þýðingarmikil til þess að kalla fram þann ávinning sem viðskiptunum er ætlaður. 

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði

dummy image of report

Our capabilities

Deal Advisory practices across KPMG member firms offer you deep knowledge...