Sjálfstæð úttekt á fyrirtækjum | KPMG | IS
close
Share with your friends

Sjálfstæð úttekt á fyrirtækjum

Sjálfstæð úttekt á fyrirtækjum

Tilgangur IBR er að veita kröfuhöfum og/eða eigendum hlutlaust mat á stöðu félagsins, framtíðarmöguleikum og lykilþáttum í rekstri.

Tilgangur IBR er að veita kröfuhöfum og/eða eigendum hlutlaust mat á stöðu félagsins.

Ráðgjafarsvið KPMG býður upp á sjálfstæðar rekstrarúttektir á fyrirtækjum (IBR). Tilgangur IBR er að veita kröfuhöfum og/eða eigendum hlutlaust mat á stöðu félagsins, framtíðarmöguleikum og lykilþáttum í rekstri. Niðurstöðurnar nýtast til ákvarðana um framtíðarstefnu eða fjárhagslega endurskipulagningu ef þess er þörf. 

Fyrir hvern 

Á núverandi umbreytingartímum er algengt að eigendur og lánadrottnar eigi í viðræðum um framtíðar fjármagnsskipan og stefnumótun félaga. Við þá vinnu er mikilvægt að báðir aðilar skilji reksturinn vel. Í flestum tilfellum vinnur KPMG IBR úttekt fyrir bankastofnanir sem vilja skilja til fulls stöðu og framtíðarhorfur þeirra félaga sem bankarnir eru að vinna með. Einnig getur greiningin nýst við mat á því hvort félög séu tilbúin fyrir formlegt söluferli og stefnumótun hjá nýjum eigendum. 

Ekki er óalgengt að félög í fjárhagslegri endurskipulagningu þurfi að eiga við fleiri en einn lánadrottinn og getur þá verið æskilegt að fá óháðan þriðja aðila til að meta fjárhagsstöðu félags og áætlanir og jafnframt aðstoða kröfuhafa til að meta stöðu hvers og eins með tilliti til trygginga og lánastöðu.

Þrátt fyrir að bankarnir séu helstu kaupendur IBR þjónustu hefur hún einnig verið unnin fyrir eigendur félaga sem gera sér grein fyrir því að lánadrottnar meta að verðleikum frumkvæði í tillögum að endurskipulagningu félaga og gagnsæi í upplýsingagjöf um stöðu rekstrar. KPMG hefur jafnframt unnið IBR fyrir sveitarfélög.

Frekari upplýsingar um IBR, umfang og IBR skýrslu.

Hafðu samband

 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn

Frekari upplýsingar veita: