Kaup og sala fyrirtækja | KPMG | IS
close
Share with your friends

Kaup og sala fyrirtækja

Kaup og sala fyrirtækja

Kaup og sala, yfirtaka og samrunar fyrirtækja hafa á undanförnum árum orðið æ algengari og er mikilvægt tæki til að framfylgja stefnu fyrirtækja.

Kaup og sala fyrirtækja er sífellt algengari til að framfylgja stefnu fyrirtækja.

Ör þróun og umbreyting viðskiptalífsins kallar á sífelldar breytingar á rekstri fyrirtækja. Kaup og sala, yfirtaka og samrunar fyrirtækja hafa á undanförnum árum orðið æ algengari og er mikilvægt tæki til að framfylgja stefnu fyrirtækja. Að baki liggur hvati til að styrkja markaðsstöðu, auka hagræðingu í rekstri og ná fram samlegðaráhrifum til að auka arðsemi og nýtingu fjármagns.

Hvatinn til lengri tíma er að mestu leyti fólginn í sameinaðri þekkingu, tækni, viðskiptavild, þjónustu, vörum og mörkuðum. Í flestum tilvikum leiðir aukin stærð fyrirtækis til forskots í samkeppni, gefur tækifæri á ódýrara lánsfjármagni og þjónustu á breiðara sviði. Að mörgu er að huga í slíku ferli og til að ná sem bestum árangri skiptir miklu máli að undirbúningur og framkvæmd samruna eða yfirtöku sé vandaður og unnin af fagmennsku og þekkingu.

Fyrirtæki í kaup- og söluferli þurfa að marka sér stefnu og setja sér haldbær markmið, velja réttan yfirtöku- og/eða samrunaaðila og fylgja því eftir með vel útfærðri framkvæmdaáætlun. Í öllum slíkum skrefum þarf trausta aðstoð og ráðgjöf. KPMG hefur reynslu af fjölþættum verkefnum á þessu sviði og hefur á undanförnum árum veitt aðstoð við kaup, sölu og yfirtökur fyrirtækja og fasteigna. Lesa meira

 

Hafðu samband

 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn

Nánari upplýsingar veita: