Einfalt og skilvirkt líkan til að reikna og færa leigusamninga samkvæmt nýjum reikningsskilareglum
Einfalt og skilvirkt líkan til að reikna og færa leigusamninga.
Í byrjun árs 2019 tók gildi nýr alþjóðalegur reikningsskilastaðall um leigusamninga, IFRS 16 Leigusamningar. Staðallinn felur í sér umtalsverðar breytingar á reglum um færslu leigusamninga í reikningsskilum leigutaka, sem í flestum tilvikum munu þurfa að reikna og færa eignir, skuldir, afskriftir og vaxtagjöld vegna leigusamninga.
Miðað við gildandi lög nr. 3/2006 um ársreikninga gilda reglur staðalsins bæði fyrir félög sem semja reikningsskil sín í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og félög sem semja reikningsskil sín í samræmi við ársreikningalög.
Innleiðing nýrra reikningsskilareglna um leigusamninga mun meðal annars hafa eftirfarandi áhrif:
Ljóst er að nýju reikningsskilareglurnar munu hafa umtalsverð áhrif á mörg íslensk félög. Mikilvægt er að bregðast hratt og örugglega við til þess að tryggja að útreikningar og færslur vegna leigusamninga séu í samræmi við þessar nýjar reglur.
KPMG hefur smíðað líkan sem leysir helstu áskoranir vegna útreikninga eigna, skulda, afskrifta og vaxtagjalda í samræmi við reglur IFRS 16 með einföldum og skilvirkum hætti.
Nánari upplýsingar um líkanið er að finna í einblöðung sem hægt er að nálgast hér.