Tegundir áreiðanleikakannana | KPMG | IS
close
Share with your friends

Tegundir áreiðanleikakannana

Tegundir áreiðanleikakannana

Áreiðanleikakannanirnar eru byggðar á framlögðum gögnum stjórnenda, viðtölum við stjórnendur og aðra starfsmenn og opinberum upplýsingum.

Áreiðanleikakannanirnar eru byggðar á framlögðum gögnum og opinberum upplýsingum.

Áreiðanleikakannanirnar eru byggðar á framlögðum gögnum stjórnenda, viðtölum við stjórnendur og aðra starfsmenn og opinberum upplýsingum. 

Áreiðanleikakannanir KPMG eru byggðar á alþjóðlegri aðferðafræði KPMG um framkvæmd á áreiðanleikakönnunum en löguð að þörfum og áherslum hvers verkefnis. KPMG leggur sig fram við að aðstoða viðskiptavini við að meta mikilvægi þeirra atriða sem könnunin leiðir í ljós og einnig er það markmið okkar að mæta öllum þörfum viðskiptavina eins og kostur er.  

Fjárhagsleg áreiðanleikakönnun

Efnahagur félags. Könnunin er byggð á nýjasta endurskoðaða uppgjöri félags. Unnin er ítarleg greining á eignum og skuldbindingum félags. Dregnar eru sérstaklega fram eignir sem eru ekki rekstrartengdar.  

Rekstur. Rekstur félags er skoðaður m.a. í sögulegu samhengi og yfirleitt er miðað við rekstur félags sl. þrjú ár. Greining á uppruna tekna, sveiflum í rekstri og breytingum á kostnaðarhlutföllum ásamt greinargerð um viðskiptasambönd við viðskiptavini og birgja.  

Áætlanir. Greining á fyrirliggjandi áætlunum félags og forsendum. Einnig er unnin frávikagreining á áætlunum og rauntölum sl. ár til stuðnings við mat á áreiðanleika fyrirliggjandi áætlana. Mat á áætlaðri fjárfestingarþörf.  

Önnur atriði í fjárhagi eða rekstri sem viðskiptavinur óskar sérstaklega eftir að KPMG kanni. 

Skattaleg áreiðanleikakönnun

Við framkvæmd skattalegrar áreiðanleikakönnunar eru m.a. kannaðar tekjuskattskuldbindingar, kvaðir tengdar virðisaukaskatti, skattaleg málefni tengd samruna og skiptingum félaga og skil á skýrslum til viðkomandi skattyfirvalda. 

Lagaleg áreiðanleikakönnun 

Við framkvæmd lagalegrar áreiðanleikakönnunar er farið yfir gögn um fyrirtækið, s.s. samþykktir félags, fundargerðir stjórna, fundargerðir hluthafafunda, skipurit og samninga við hluthafa. Einnig er farið yfir fjölþættar samningsskuldbindingar félags, s.s. varðandi sölumál, birgðir, kaup og sölu eigna og vörumerki. Aðrir þættir sem eru skoðaðir varða m.a. tryggingamál, hugverkaréttindi, málaferli, fasteignir og aðrar eignir, umhverfismál, fjármögnunargögn, starfsleyfi og skil á skýrslum til opinberra aðila eftir því sem við á.  

Hafðu samband

 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn

Frekari upplýsingar veita: