Útvistun upplýsingakerfa

Útvistun upplýsingakerfa

Undanfarin ár hefur aukist að fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélag úthýsi upplýsingakerfum, og margvíslegum þáttum í daglegum rekstri upplýsingakerfa.

Úthýsing upplýsingakerfa og margvíslegum þáttum rekstrar hefur aukist á undanförnum árum.

Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélag úthýsi upplýsingakerfum, og margvíslegum þáttum í daglegum rekstri upplýsingakerfa. Í mörgum tilfellum er hluta upplýsingakerfa, eftirliti eða rekstrarþjónustu úthýst til þriðja aðila. Slík úthýsing hefur oft rekstrarlegt hagræði í för með sér en til að hámarka hagkvæmnina þarf að greina reksturinn áður en slík ákvörðun er tekin. Er víst að í öllum tilfellum sé hagkvæmt að úthýsa og allar þarfir séu uppfylltar? KPMG hefur þróað aðferðarfræði til greiningar á hagkvæmni úthýsingar rekstrarþátta. Niðurstaða greiningar veitir stjórnendur aðstoð við að taka upplýstar ákvarðanir þegar kemur að útvistun, byggt á óháðu mati. 

Þegar fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag hefur valið þriðja aðila til að hýsa upplýsingakerfi eða til að veita aðra slíka þjónustu þarf að huga að mörgum þáttum. KPMG hefur víðtæka reynslu í greiningu slíkra þátta. Við aðstoðum viðskiptavini við að skilgreina lykilatriði sem fram þurfa að koma til að sú þjónusta sem leitað er eftir sé skilgreind ásamt eftirliti og endurskoðun hýsingaraðila. Tryggja þarf að kröfur og þarfir komi fram í samningi við úthýsingaraðila og að hagsmunir þjónustukaupa sé tryggðir meðan á þjónustu stendur.  

KPMG býður einnig þjónustu við úttekt og greiningu á úthýsingaraðilum og þjónustusamningum. Þar er horft til ýmissa þátta eins og hvort verið sé að uppfylla ákvæði þjónustusamninga, öryggi og aðgengi að upplýsingakerfum ásamt gæðum þjónustu.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði