Stjórnarhættir

Stjórnarhættir

Stjórnendur eru almennt orðnir meðvitaðri um mikilvægi góðra stjórnarhátta

Stjórnendur eru almennt orðnir meðvitaðri um mikilvægi góðra stjórnarhátta

Stjórnarhættir

Stjórnendur eru almennt orðnir meðvitaðri um mikilvægi góðra stjórnarhátta

Undanfarin ár hefur KPMG aðstoðað félög við að styrkja stjórnarhætti sína með ýmsum hætti.

Þjónusta KPMG er varðar stjórnarhætti: 

  • Úttekt á stjórnarháttum fyrirtækja 
  • Aðstoð við að útbúa og/eða yfirfara starfsreglur stjórnar 
  • Úttekt á starfsreglum stjórnar 
  • Aðstoð við afmörkun starfsheimilda, t.d. skilgreina hvaða ákvarðanir teljast vera óvenjulegar eða mikilsháttar 
  • Aðstoð við að útbúa starfsáætlun stjórnar 
  • Aðstoð við framsetningu fundargerða ásamt þjálfun fyrir fundarritara 
  • Aðstoða stjórn við framkvæmd árangursmats
  • Námskeið fyrir stjórnarmenn og starfsfólk

 

Úttekt KPMG á stjórnarháttum fyrirtækja

Það er gagnlegt og eftirsótt að fá viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, NASDAQ OMX á Íslandi og Stjórnvísir hafa tekið höndum saman um að veita fyrirtækjum, sem standast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda, viðurkenningu sem „Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum“ (e. Exemplary in Corporate Governance). Markmiðið er að viðurkenningin auki trúverðugleika og gagnsæi stjórnarhátta fyrirtækja gagnvart hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum.

Matsferlið byggir í meginatriðum á „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“. Öll fyrirtæki geta óskað eftir að undirgangast slíkt mat. Frekari upplýsingar um úttektina má sjá á síðu Viðskiptaráðs Íslands

KPMG hefur verið samþykkt sem óháður úttektaraðili til að framkvæma úttektir á stjórnarháttum fyrirtækja sem verður grundvöllur þess formlega mats sem Stjórnvísir framkvæmir.

Ráðgjafarsvið KPMG hefur áralanga reynslu af framkvæmd úttekta á stjórnarháttum fyrirtækja og aðstoða fyrirtæki við að styrkja stjórnarhætti sína. Slíkar úttektir gefa upplýsingar um að hvaða marki viðkomandi fyrirtæki framfylgir góðum stjórnarháttum og henta því bæði þeim fyrirtækjum sem stefna á að fá viðurkenningu í góðum stjórnarháttum og þeim sem vilja bæta sína stjórnarhætti.

Hafðu samband