close
Share with your friends

Nútíma viðskiptahættir taka tillit til málefna á borð við starfsumhverfi, kolefnislosun, sanngjarna skattlagning og spillingu sem hafa í för með sér flókna og kostnaðarsama áhættu. Sömu málefni fela einnig í sér tækifæri til að ná samkeppnisforskoti. Í stuttu máli þá getur það haft áhrif á langtímaafkomu og verðmæti félags hvernig umhverfis-, félagslegir þættir og stjórnarhættir(UFS) eru meðhöndlaðir.

Umhverfislegir, félagslegir þættir og stjórnarhættir geta haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækja.

Láist að taka tillit til tækifæra sem í liggja UFS í söluferli getur það haft áhrif á verðmæti og árangur fyrirhugaðrar viðskipta. 

Þættir á borð við skuldbindingar vegna landmengunar, kostnað við að framfylgja umhverfislögum, hækkandi orkuverð og urðunarkostnað geta haft áhrif á virði ef ekki er rétt með farið. Nýleg fæðuöryggis- og barnaþrælkunarmál hafa vakið mikla athygli og sýnt fram á mikilvægi annarra sjálfbærniþátta en fjárhagslegra. Slíkir þættir útheimta ítarlegt mat í allri virðis- og framboðskeðjunni.

Fyrir fjármálakreppuna litu fjárfestar gjarnan á áreiðanleikakannanir á sviði umhverfismála sem formsatriði í áhættustýringu til að tryggja fjármögnun fjármálastofnana. Í kjölfar kreppunnar virðist hins vegar vera lögð meiri áhersla á ábyrgar fjárfestingar. Sífellt meira ber á auknum áhuga á mögulegum ávinningi (t.d. kostnaðarlækkunum og auknu tekjustreymi) af fyrirætlunum á sviði sjálfbærni.

Hvernig getum við aðstoðað?

  • Yfirlit yfir hvaða áhrif félagslegar og umhverfislegar sviptingar geta haft á fyrirtækið og markaðinn sem það starfar á
  • Alhliða mat á áhættu, skuldbindingum og tækifærum fyrirtækis á sviði UFS-mála
  • Mæling á UFS-stefnu, -verklagsreglum og -frammistöðu fyrirtækisins miðað við sambærileg fyrirtæki og bestu starfsvenjur í greininni 
  • Tillögur að breytingum á verðmati 
  • Mat á því hvort farið sé að ákvæðum innlendra reglugerða og alþjóðasamninga
  • Innsýn í þau áhrif sem UFS-frammistaða fyrirtækisins gæti haft á verðmætustu óefnislegu eignir þess, svo sem orðspor, virði vörumerkis, viðskiptatraust og viðskiptasambönd
  • Mat á áhrifum mögulegra skuldbindinga á rekstrarkostnað og fjárstreymi