close
Share with your friends

Markaður í örum vexti

Græn skuldabréf eru valkostur við hefðbundna fjármögnun til að fjármagna umhverfisvæn verkefni, svo sem hreina orku, flutninga með lítilli kolefnislosun og orkunýtnar byggingar.

Græn skuldabréf hafa reynst vera vænlegur kostur fyrir sívaxandi hóp fjárfesta sem hefur áhuga á sjálfbærum fjárfestingum og algengt er að eftirspurn eftir bréfunum sé meiri en framboð. Því er engin furða að vöxtur á markaði grænna skuldabréfa hafi numið tæpum 80 prósentum frá 2016 til 2017, en árið 2017 nam útgáfa skuldabréfa 155 milljörðum Bandaríkjadala.

Þótt bankastofnanir gefi út flest græn skuldabréf verður sífellt algengara að fyrirtæki gefi út sín eigin bréf. Þar á meðal eru stór fyrirtæki á sviði tækni, orku, bifreiða og neysluvara.

Útgefendur grænna skuldabréfa þurfa þó einnig að takast á við áskoranir og óvissu þar sem markaðurinn er nýr af nálinni (fyrsta græna skuldabréfið var gefið út árið 2007).

Mörg fyrirtæki geta notið góðs af sérfræðiráðgjöf til að forðast fyrirséða áhættu eða fá staðfestingu þriðja aðila á skilmálum skuldabréfsins. 

Slík ráðgjöf miðar ávallt að því að hámarka trúverðugleika og eftirspurn eftir skuldabréfunum.

Ávinningur fyrir viðskiptavini

  • Þverfaglegur hópur skipaður sérfræðingum í fjármálum fyrirtækja, fjármögnun, sjóðum og sjálfbærni.
  • KPMG hefur tekið virkan þátt í starfi hóps tæknisérfræðinga vegna staðals ESB fyrir græn skuldabréf og er meðvitað um áhrifin sem hann hefur á markað grænna skuldabréfa.
  • KPMG var fyrsta stóra endurskoðunarfyrirtækið sem fékk vottun til að staðfesta græn skuldabréf samkvæmt loftslagsskuldabréfastaðlinum.
  • KPMG hefur veitt ráðgjafar- og staðfestingarþjónustu fyrir mörg af fyrstu fyrirtækjunum sem gáfu út græn skuldabréf víða um heim og sérfræðingar í grænum skuldabréfum starfa á vegum fyrirtækisins í 15 löndum.