close
Share with your friends

Þangað til nýlega var sjálfbærni fjárfestinga eitthvað sem þótti aðeins varða eignastýringarfyrirtæki og óskir fjárfesta. Nú er þetta viðhorf að breytast. Eftirlitsaðilar og viðskiptavinir krefjast meiri ábyrgðar og aðgerða frá fjármálageiranum hvað varðar umhverfis-, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Fjármálageirinn getur stuðlað að betri framtíð fyrir okkur öll um leið og rekstrarárangur er bættur. Grípið tækifærið núna.

Lykilhlutverk fjármálageirans í sjálfbærara hagkerfi

Bankar, tryggingafélög, framtakssjóðir og lífeyrissjóðir eru helstu uppsprettur og hreyfiafl  fjármagns í hagkerfinu. Fyrir vikið geta þessir aðilar gegnt mikilvægu hlutverki í því að brúa  fjármagnsþörfina til að stuðla að sjálfbærara hagkerfi og draga úr loftslagsvá. Fjármálafyrirtækin geta þó einnig verið berskjölduð fyrir áhættum sem tengjast ósjálfbærri hagþróun, svonefndar UFS áhættur, ásamt áhættu sem tengist loftslagsbreytingum. 

UFS þættir eru því sífellt mikilvægari fyrir fjármálageirann og viðkomandi hagsmunaaðila. Fjármálageirinn, viðskiptavinir, eftirlitsaðilar og aðrir eru sífellt meðvitaðri um áhrif og framlög fjárfestinga til samfélagsins.

Hvernig getum við aðstoðað?

KPMG aðstoðar fjármálafyrirtæki við að stuðla að sjálfbæru virði til langs tíma fyrir skjólstæðinga sína með því að stýra áhættum og nýta tækifærin sem gefast með umbreytingunum yfir í sjálfbærara hagkerfi.

Þjónusta KPMG nær til allra þátta samþættingar UFS við verklag til að mynda stjórnarhátta, stefnumótunar, ramma- og ferlasetningar, skýrslugjafar og úttekta. Við bjóðum einnig upp á staðfestingu sjálfbærni upplýsinga í fjárfestingarskýrslum og ársreikningum.

Enn fremur aðstoðum við fyrirtækið þitt við að framfylgja ákvæðum UFS reglugerða. 

Net sérfæðinga KPMG aðstoðar fyrirtækið við að efla nálgun sína að UFS, sama hvar á vegi það er statt. Allt frá ábyrgum fjárfestingum og UFS áreiðanleikakönnunum til áhrifafjárfestinga og áhrifamælinga.