close
Share with your friends

Margvíslegar áskoranir svo sem ábyrg auðlindanýting, sveiflur í hrávöruverði og breyttar neysluvenjur gera það að verkum að við þurfum að endurskoða óhagkvæm framleiðslulíkön og neyslumynstur. Nauðsynlegt er að leita annarra leiða en þær sem byggjast á stöðugri hráefnanotkun, framleiðslu og förgun.

Hringrásarhagkerfi verður sífellt mikilvægari þáttur í stefnu fyrirtækja

Fleiri fyrirtæki hanna nú vörur og þjónustu þannig að hægt sé að nota þær lengur, endurnýta þær og endurvinna. Leigu- og deililíkön sækja stöðugt á hefðbundin, „línuleg“ vöruframleiðslu-, eignarhalds- og förgunarlíkön með tilheyrandi röskunum á mörkuðum.

Stjórnvöld eru að átta sig á því hvernig hringrásarhagkerfið getur eflt samkeppni, stuðlað að sjálfbærum hagvexti og skapað störf. Kína, Japan og ESB eru á meðal þeirra sem hafa innleitt hringrásarstefnu og -áætlanir. 

Fyrirtæki sem tileinka sér hringrásarlíkön eru skilvirkari og arðsamari, draga úr sóun og kostnaði, efla nýsköpun og mynda sterkari tengsl við viðskiptavini. Rannsóknir hafa sýnt að þetta getur haft mikinn fjárhagslegan ávinning í för með sér fyrir fyrirtæki. Í Evrópu einni gæti hreinn ávinningur af innleiðingu hringrásarkerfa numið 1,8 trilljónum evra skv. vinnuhópi FINANCE (2016) Money makes the world go round. 

Til þessa að njóta þessa ávinnings þarf þó að hverfa algjörlega frá hefðbundnum rekstri og tileinka sér opna hringrásarhugsun. Sérfræðiþekking á mótun og innleiðingu hringsárstefna og -áætlana er lykilatriði.

Hvernig getum við aðstoðað?

Hringrásarhagkerfisteymi KPMG sameinar sérfræðiþekkingu á stefnumótun, nýsköpun, viðskiptalíkönum og fjármálum til að gera þér kleift að greina áskoranirnar sem framundan eru. Meðlimir teymisins hafa þá þekkingu og reynslu sem þarf til að aðstoða þig við að breyta línulegum rekstri í hringrásarrekstur.

Sérfræðingar KPMG geta aðstoðað fyrirtækið þitt á öllum stigum hringrásarferlisins.

  • Rannsóknir og greining á þróun
  • Greining og mat á áhættu og tækifærum í hringrásarhagkerfinu
  • Stefnumótun
  • Innleiðing