Samfelld endurskoðun og vöktun (CA/CM)

Samfelld endurskoðun og vöktun (CA/CM)

Tilgangur samfelldrar endurskoðunar og vöktunar er að eftirlit verði skilvirkara og auki hagkvæmni við rekstur fyrirtækisins.

Tilgangur samfelldrar endurskoðunar og vöktunar er að eftirlit verði skilvirkara.

Samfelld endurskoðun (e. Continuous Auditing - CA) og vöktun (e. Continuous Monitoring - CM), má skilgreina sem samfelld endurskoðun og vöktun á helstu viðskiptaferlum, færslum, upplýsingakerfum og eftirlitsþáttum. Með notkun á CA og CM eru fyrirtæki að nýta mismunandi tækni og aðferðafræði til að umbreyta hvernig virkni eftirlitsþátta er metin og hvernig frammistaða er mæld, á sama tíma og  stjórnunarumhverfi og áhættustýring er betrumbætt og efld. Með CM fá stjórnendur í hendurnar verkfæri til að fylgjast með í rauntíma hvort að viðskiptaferlar og kerfi séu að starfa sem skyldi, með þann tilgang að leiðarljósi að bregðast við áður en vandamál hafa áhrif á rekstur og afkomu félagsins.  

Að sama skapi geta innri endurskoðendur, endurskoðunarnefndir og stjórnir félaga nýtt sér CA til að fá rauntímaupplýsingar um veikleika í eftirlitsumhverfi  og gert viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að veikleikar séu nýttir. Tilgangurinn er ávallt sá sami, að eftirlit verði skilvirkara og auki hagkvæmni við rekstur fyrirtækisins. KPMG aðstoðar félög við hönnun og innleiðingu á samfelldri endurskoðun og vöktun. Aðferðafræði KPMG byggir m.a. á að nýta núverandi upplýsingatækniumhverfi fyrirtækja, og ef þörf er á, að innleiða sjálfvirkt eftirlits- og stjórnunarkerfi. Kerfin vinna með öðrum viðskiptakerfum við eftirlit og hafa ekki áhrif á virkni eða afköst annarra kerfa. Stjórnendur og endurskoðendur hafa aðgang að stjórnborði (e. dashboard) og einnig eru tölvupóstar, textaskilaboð og skýrslur notaðir til að miðla upplýsingum til viðeigandi aðila.

KPMG veitir víðtæka aðstoð við uppbyggingu á CA og CM, hvort sem það snýr að hönnun eftirlitsþátta, innleiðingu á eftirlitskerfi eða úttektir á virkni eftirlitskerfis. 

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði