Innri endurskoðun og fylgni við lög og reglugerðir

Innri endurskoðun og fylgni við lög og reglugerðir

Við fáumst við innri endurskoðun, áhættastýringu og fylgni við lög og reglugerðir.

Við fáumst við innri endurskoðun, áhættastýringu og fylgni við lög og reglugerðir.

Innri endurskoðun og fylgni við lög og reglugerðir

KPMG hefur langa reynslu af þjónustu á sviði innri endurskoðunar. Ráðgjafarsvið KPMG annast innri endurskoðun fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög sem vilja úthýsa að hluta eða öllu leyti innri endurskoðun.    

Ráðgjafarsvið KPMG, sem fæst við innri endurskoðun, áhættastýringu og fylgni við lög og reglugerðir, hefur á að skipa hópi sérfræðinga með reynslu og þekkingu á innri endurskoðun, upplýsingatækni, greiningum og úttektum á misferli og áhættumati.  Því getur þjónusta KPMG aukið afkastagetu og hæfni innri endurskoðunardeilda.    

Skilvirk innri endurskoðun stuðlar að því að stjórnendur fá tímanlega og áreiðanlegar upplýsingar um reksturinn, fjárhags- eða rekstrarlegar upplýsingar, og geta þannig brugðist við í tíma. 

Innri endurskoðun KPMG veitir m.a. eftirfarandi þjónustu: 

  • Innri endurskoðun að hluta eða öllu leyti  
  • Afmarkaðar úttektir á innri eftirliti   
  • Aðstoða endurskoðunarnefndir við að byggja upp markvissa starfsemi nefndarinnar   
  • Aðstoða innri endurskoðunardeildir við framkvæmd úttekta, við að byggja upp markvissa áætlun og jafnhliða að deilda þekkingu til starfsmanna 
  • Úttektir á upplýsingakerfum, öryggisúttektir og prófanir ásamt því að veita aðstoð við uppbyggingu á innra eftirliti í upplýsingakerfum  
  • Úttektir á hlítningu við lög og reglur  
  • Ýmis konar staðfestingavinna  

Í þeim tilvikum þar sem ráðgjafarsvið KPMG starfar með innri endurskoðendum og endurskoðunarnefndum hefur KPMG komið með sérfræðiþekkingu á ákveðnum sviðum sem aukið hefur skilning og skilvirkni innri endurskoðunar. Því getur ráðgjöfin aukið afkastagetu og hæfni innri endurskoðunardeilda við úttektir.    

Starfsemi innri endurskoðunar er aðskilin frá endurskoðunarsviði KPMG. 

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði