Útbreiðsla Corona veirunnar (COVID-19) skekur nú heiminn og er áhrifa farið að gæta víða. Mikil óvissa ríkir um þróun næstu vikna og fyrirtæki því farin að undirbúa viðbragðsáætlanir til að vernda starfsfólk sitt og starfsemi. Áskorunin er að sjá fyrir fjárhags-, rekstrar- og heilsufarslega áhættu til að draga úr mögulegum afleiðingum á fyrirtæki og samfélagið í heild sinni.

Hversu djúpstæð áhrif COVID-19 verða er m.a. háð hversu vel tekst að hemja útbreiðslu veirunnar, en gera má ráð fyrir að áhrifa muni gæta í rekstri flestra fyrirtækja. Því er  mikilvægt að lágmarka möguleg áhrif og undirbúa aðstæður sem kunna að koma upp. Til að geta brugðist sem best við óvissum aðstæðum sem þessum er algengt að fyrirtæki leggi mat á áhættu félagsins og geri viðhlítandi viðbragðsáætlanir.

Hvernig getum við aðstoðað:

Á vinnustofu með stjórnendum er rýnt í áhættuþætti og hugsanleg áhrif þeirra og leitað leiða til að fyrirbyggja eða milda afleiðingar þeirra aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir.

Viðbótarþjónusta KPMG:

 

Hér er hægt að nálgast einblöðung um hver áhrif COVID-19 geta orðið á þinn rekstur. 

Gagnlegir tenglar:

https://www.who.int/emergencies/diseases/novel-coronavirus-2019

https://www.almannavarnir.is

https://www.landlaeknir.is/

Tengt efni