Persónuverndarlöggjöf (GDPR) - hvernig getum við aðstoðað?

Persónuverndarlöggjöf (GDPR)-hvernig getum við aðstoðað

Nýju reglurnar geta haft umtalsverð áhrif á vinnubrögð fyrirtækja hvað varðar upplýsingasöfnun og úrvinnslu.

Óháð því hvar þitt fyrirtæki er statt í ferlinu þá geta sérfræðingar KPMG veitt aðstoð.

Hvernig getur KPMG aðstoðað

Nýju reglurnar geta haft umtalsverð áhrif á vinnubrögð fyrirtækja hvað varðar upplýsingasöfnun og úrvinnslu. Í mörgum tilvikum kallar þetta á ítarlega aðlögun sem krefst sérfræðikunnáttu og faglegrar verkefnastjórnunar.Óháð því hvar þitt fyrirtæki er statt í ferlinu þá geta sérfræðingar KPMG veitt aðstoð eftir því sem þörf krefur.

Til að einfalda aðilum að takast á við verkefnið og uppfylla kröfur nýrrar löggjafar, hefur KPMG byggt upp aðferðafræði þar sem sérfræðingar okkar veita aðstoð í tveimur fösum við að:

  • greina núverandi stöðu og draga fram hvar úrbóta er þörf
  • innleiða úrbætur eftir því sem þörf krefur

Aðferðafræði KPMG

Viðfangsefnin eru mörg og kalla á fjölbreytta þekkingu og reynslu. Sérfræðingar KPMG búa yfir djúpri þekking á ferlum og rekstri upplýsingakerfa og reynslu af úttektum á gagna- og upplýsingaöryggi. Með aðstoð KPMG geta fyrirtæki t.d. náð yfirsýn yfir núverandi stöðu - hvort kröfur séu uppfylltar og hvað þarf að gera til að svo verði. 

KPMG getur einnig aðstoðað við greiningu og skráningu upplýsingakerfa og gagnasafna sem og flæði persónugagna milli kerfa. Yfirferð samninga og skuldbindingar við viðskiptavini og greining innra regluverks og stjórnkerfis upplýsingaöryggis er mikilvæg í þessu samhengi svo eitthvað sé nefnt.Með staðlaðri aðferðafræði og nákvæmu stöðumati má auðvelda og draga úr kostnaði við að stíga inn í nýjar og breyttar aðstæður.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði