close
Share with your friends

Áhætturáðgjöf

Áhætturáðgjöf

Í kjölfar alþjóðlegrar fjármálakreppu hafa komið fram jákvæðir þættir, þ.á m. áhugi stjórnenda á áhættustjórnun og innra eftirliti.

Eftir alþjóðlega fjármálakreppu hefur áhugi stjórnenda á áhættustjórnun aukist.

Alþjóðlega fjármálakreppan hefur skapað mörg vandamál fyrir fyrirtæki landsins. Í kjölfar hennar hafa þó einnig komið fram jákvæðir þættir, þar á meðal er áhugi stjórnenda á áhættustjórnun og innra eftirliti og aukinn skilningur á mikilvægi þess fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Með aukinni áhættuvitund stjórnenda á undanförnum árum og ríkari kröfum samfélagsins um góða stjórnsýsluhætti hefur áhersla á styrkleika innra eftirlits aukist. Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum hafa sýnt aukinn vilja til að innleiða öfluga ferla á sviði áhættustjórnunar og innra eftirlits til að uppfylla kröfur laga og reglna auk þess að auðvelda ákvarðanatöku og bæta frammistöðu til framtíðar. Á sama tíma hefur mikilvægi virðisaukandi innri endurskoðunar aukist til muna, sér í lagi í félögum tengdum almannahagsmunum.

Fyrirtækjaráðgjöf KPMG vinnur náið með sínum viðskiptavinum við að ná þessum markmiðum.

Okkar aðstoð felst í:

  • KPMG vinnur að því að viðhalda og auka virði fyrirtækja og stofnana með því að aðstoða við að draga úr áhættu, lækka kostnað og bæta afkomu rekstrarins.
  • Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á þjónustu á sviði áhættumiðaðrar innri endurskoðunar sem ætlað er að veita ráðgjöf í tengslum við öryggisþætti upplýsingakerfa og leggja mat á og bæta virkni áhættustjórnunar, innra eftirlits og stjórnarhátta.
  • Í okkar augum er áhættustjórnun og fylgni við lög og reglur mikilvæg fjárfesting sem styrkt getur vöxt til framtíðar, virði og stöðuleika fyrirtækja og stofnana. 
  • Þjónustunni er ætlað að veita stjórnendum og stjórnarmönnum stuðning vegna lögbundins eftirlitshlutverks þeirra og að styðja við störf endurskoðunarnefnda og ytri endurskoðenda.

Meðal þeirra lausna og þjónustuþátta sem við sinnum er:  

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði