KPMG og KPMG Law óska Origo og Syndis til hamingju með árangursríkt söluferli og þakka fyrir frábært samstarf. Við höfum fulla trú á að sameining þessara fyrirtækja muni hafa mikinn ávinning í för með sér fyrir eigendur, viðskiptavini og aðra hagaðila.

KPMG hafði umsjón með söluferli félagsins og naut liðsinnis KPMG Law með lögfræðilega ráðgjöf. Söluferlið hófst fyrr á þessu ári og höfðu margir áhuga á félaginu, bæði innlendir og erlendir aðilar. Niðurstaðan var að ganga til samninga við Origo sem var fyrir með sterka öryggisdeild. Í sameinuðu fyrirtæki munu starfa 20 öryggissérfræðingar sem mun mæta sívaxandi þörf fyrir öflugar lausnir og stafrænt öryggi til framtíðar.

Fréttir af sölunni