Undanfarna mánuði hafa Steinþór Pálsson og Bjarki Benediktsson ráðgjafar hjá KPMG aðstoðað Akraneskaupstað og Brim við að móta framtíðarsýn um uppbyggingu á einu fallegasta landssvæði bæjarins, Breið og nágrenni. Í júlí afhentu þeir Kristjáni Th. Davíðssyni, stjórnarformanni Brim, og Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraneskaupstaður, Þróunaráætlun fyrir svæðið við hátíðlega athöfn. 

Sama dag var Þróunarfélagið Breið stofnað en Valdís Fjölnisdóttir, framkvæmdarstjóri félagsins og Gísli Gíslason, stjórnarformaður félagsins munu leiða uppbygginguna í samræmi við Þróunaráætlun svæðisins.  

Það verður gaman að fylgjast með þessu gríðarlega spennandi og uppbyggjandi verkefni næstu misseri.

Fulltrúar Akraneskaupstaðar, Brim og KPMG ásamt ráðherra

Fulltrúar Akraneskaupstaðar, Brim og KPMG ásamt ráðherra

Frá vinstri: Inga Jóna Friðgeirsdóttir, Valdís Fjölnisdóttir, Gísli Gíslason, Steinþór Pálsson, Kristján Th. Davíðsson, Sævar Freyr Þráinsson, Þordís Kolbrún R. Gylfadóttir, Bjarki Benediktsson og Torfi Þ. Þorsteinsson