Nýir ráðgjafar á ráðgjafarsvið KPMG

Nýir ráðgjafar á ráðgjafarsvið KPMG

KPMG hefur ráðið þá Styrmi Geir Jónsson, Grétar Árnason og Hjálm Hjálmsson sem ráðgjafa.

1000
Styrmir Geir Jónsson, Grétar Árnason og Hjálmur Hjálmsson

F.v. Styrmir Geir Jónsson, Grétar Árnason og Hjálmur Hjálmsson

Grétar Árnason

Grétar Árnason hefur hafið störf  á ráðgjafasviði KPMG og mun Grétar sérhæfa sig í ráðgjöf tengdri upplýsingatækni með sérstaka áherslu á viðskiptagreind og gagnahögun. 

Frá árinu 2011 til 2020 hefur Grétar starfað sem ráðgjafi hjá Capacent með áherslu á innleiðingu á Qlik viðskiptagreindarhugbúnaði ásamt öðrum verkefnum tengd viðskiptagreind. Meðal annarra verkefna hefur hann unnið að uppbyggingu vöruhús gagna, skýrslu gerð og forritun.

Grétar lauk námi í kerfisfræði frá HR 2001 og hefur starfað við upplýsingatækni síðan þá.

Hjálmur Hjálmsson

Hjálmur Hjálmsson hefur hafið störf á ráðgjafasviði KPMG og mun Hjálmur sérhæfa sig í ráðgjöf um breytta starfshætti og hagnýtingu tækni, með áherslu á innleiðingu á Microsoft lausnum. Hjálmur hefur um árabil verið leiðandi í breytingarferli hjá opinberum aðilum og haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða fyrir stjórnendur um breytta starfshætti, með sérstaka áherslu á hagnýtingu á tækni og teymisvinnu. Þá hefur Hjálmur aðstoðað fyrirtæki og stofnanir í stafrænum umskiptum. 

Hjálmur starfaði áður sem ráðgjafi hjá Capacent og hefur auk þess unnið að verkefnastýringu og ráðgjöf í stafrænum umskiptum hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 

Hann er með B.Ed gráðu í kennslufræðum frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í Vatnafræði og Vatnajarðfræði frá Stockholm University.

Styrmir Geir Jónsson 

Styrmir Geir Jónsson hefur hafið störf á ráðgjafasviði KPMG og mun Styrmir sérhæfa sig í ráðgjöf tengdri upplýsingatækni með sérstaka áherslu á öryggismál skýja- og Microsoft lausna.

Styrmir hefur starfað í upplýsingatækni frá árinu 1994, fyrst hjá Varnarliðinu í rekstrar- og öryggismálum fram til ársins 2006, og svo til skamms tíma sem ráðgjafi hjá Opnum Kerfum. Frá árinu 2008 starfaði Styrmir sem ráðgjafi og upplýsingatæknistjóri hjá Capacent á Norðurlöndunum. 

© 2022 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International Limited, ensku félagi með takmarkaða ábyrgð. Allur réttur áskilinn.
 

Nánari upplýsingar um skipulag alþjóðlegs nets KPMG má finna á https://home.kpmg/governance.

Hafðu samband