Þessi viðurkenning skilur sig frá flestum öðrum viðurkenningum Microsoft vegna þess að fyrirtæki tilnefna sig ekki sjálf til þeirra heldur er verðlaunahafi valinn eftir ítarlega yfirferð hjá Microsoft. Það gerir þessa viðurkenningu að einnig mikilvægustu viðurkenningum sem Microsoft veitir. Eftir ítarlega yfirferð Microsoft að þessu sinni þótti KPMG hafa lagt sitt af mörkum við að þjónusta viðskiptavini af kostgæfni og drifkrafti. 

Í umsögn Microsoft er KPMG sagt verðskulda verðlaunin á grundvelli náins samstarfs og frumkvæðis við þróun aðferðafræði sem nýst hefur fyrirtækjum og stofnunum í opinberri stjórnsýslu, heilsugæslu og lífvísindum sem og í fjármálaþjónustu. Einnig er bent á framúrskarandi hæfni og þjónustu á sviði netöryggis og framfara í gervigreind og sjálfvirkni. 

Þau tól sem KPMG hefur nýtt sér eru fyrst og fremst þau sem tilheyra svokölluðum Power Platform tools og Power Apps ásamt Teams og Azure. Þessi tól hafa nýst sérstaklega vel við að halda starfsemi gangandi í gegnum þær áskoranir sem COVID-19 hefur fært fyrirtækjum. 

Fyrir KPMG eru verðlaunin hvati til að ná enn frekari styrk á braut stafrænnar umbyltingar enda þörf viðskiptavina mikil og fjárfestingar á þessu sviði fyrirsjáanlegar. Í pistli frá Jens Rassloff Global Head of Alliance hjá KPMG lýsir hann yfir þakklæti til allra starfsmanna KPMG sem komið af því að afla KPMG þessarar viðurkenningar. 

KPMG - Digital Transformation Partner 2020