close
Share with your friends

KPMG og Ábyrgar lausnir ehf.

KPMG og Ábyrgar lausnir ehf.

Um miðjan nóvember var undirritaður samstarfssamningur á milli Ábyrgra lausna ehf. og KPMG ehf. en Ábyrgar lausnir bjóða upp á víðtækar lausnir er varðar sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð.

1000

Tengt efni

KPMG og Ábyrgar lausnir

KPMG og Ábyrgar lausnir

Frá vinstri: Helga Harðardóttir, Viktoría Valdimarsdóttir og Benedikt Magnússon

Í síðustu viku var undirritaður samstarfssamningur á milli Ábyrgra lausna ehf. og KPMG ehf. en Ábyrgar lausnir bjóða upp á víðtækar lausnir er varðar sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð.

Viktoría Valdimarsdóttir er í forsvari fyrir félagið og hefur mikla reynslu í þessum geira. Allt frá 2013 hefur Viktoría unnið að verkefnum tengdum sjálfbærri þróun (e. Sustainable Development) og hefur m.a. haldið fyrirlestra því tengdu við Háskóla Íslands og Háskólann í Lúxemborg þar sem hún er stundakennari á námskeiði um sjálfbæra skýrslugerð (e. Sustainability Reporting). Einnig hefur hún leitt rýnihóp í ábyrgum fjárfestingum við Háskólann í Lúxemborg og unnið verkefni á vegum háskólans þar sem greindir voru hagaðilar (e. Key Stakeholders) og sjáflbærnivísar (e. Key Performance Indicators) sveitafélags. Síðastliðin 5 ár hefur hún kennt viðskiptamódel (e. Business Model Canvas) í frumkvöðlahraðli í Lúxemborg og haldið fyrirlestra því tengdu á Íslandi, bæði fyrir Startup Tourism og Snjallræði.

Mikil vitundarvakning varðandi sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð hefur átt sér stað undanfarin ár og hefur umrædd þjónusta farið vaxandi hjá KPMG Global. KPMG bindur miklar vonir við samstarfið.  

Tengiliðir við Ábyrgar lausnir eru Ágúst Angantýsson, Helga Harðardóttir og Benedikt Magnússon.

© 2020 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International Cooperative (KPMG International), svissnesku samvinnufélagi. Allur réttur áskilinn.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði