Góðgerðarmót Ólafíu Þórunnar og KPMG

Góðgerðarmót Ólafíu Þórunnar og KPMG

Miðvikudaginn 18. júlí munu KPMG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir halda góðgerðargolfmót á Hvaleyrarvelli hjá Keili, til styrktar Umhyggju - félag langveikra barna.

1000

Tengt efni

Ólafía Þórunn og KPMG

Mótið er einstakt að því leyti að til leiks mæta a.m.k. fimm LPGA kylfingar ásamt nokkrum af bestu kylfingum landsins. Við hvetjum áhugsama til að koma í Leirdalinn og fylgjast með þessum afrekskylfingum í golfi.

Ólafía Þórunn hefur undanfarnar vikur unnið að því með stuðningi KPMG að fá kylfinga af LPGA mótaröðinni til að taka þátt í mótinu.

Nú er ljóst hvaða kylfingar hafa staðfest komu sína:

Alexandra Jane Newell

Allison Emrey

Cheyenne Woods

Madeleine Sheils

 

Golfmótið hefst kl. 13:00 og er fólk hvatt til að mæta á Hvaleyrina og fylgjast með þessum flottu kylfingum. 

 

Hér má sjá stemminguna frá mótinu frá því í fyrra. 

Einnig má sjá mörg skemmtileg myndbönd og efni á KPMG Golf

© 2021 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International Limited, ensku félagi með takmarkaða ábyrgð. Allur réttur áskilinn.
 

Nánari upplýsingar um skipulag alþjóðlegs nets KPMG má finna á https://home.kpmg/governance.

Hafðu samband