Þriðjudaginn 8. ágúst munu KPMG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir halda góðgerðargolfmót á Leirdalsvelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Mótið er einstakt að því leyti að til leiks mæta a.m.k. fimm LPGA kylfingar ásamt nokkrum af bestu kylfingum landsins. Við hvetjum áhugsama til að koma í Leirdalinn og fylgjast með þessum afrekskylfingum í golfi.
Ólafía Þórunn hefur undanfarnar vikur unnið að því með stuðningi KPMG að fá kylfinga af LPGA mótaröðinni til að taka þátt í mótinu.
Nú er ljóst að á mótinu gefst þátttakendum tækifæri til að spila golf með kylfingum af LPGA mótaröðinni. Þeir kylfingar sem þegar hafa staðfest komu sína eru:
Sandra Gal
Gaby Lopez
Tiffany Joh
Vicky Hurst
Golfmótið hefst kl. 13:00 og er fólk hvatt til að mæta í Leirdalinn og fylgjast með þessum flottu kylfingum.
© 2019 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International Cooperative (KPMG International), svissnesku samvinnufélagi. Allur réttur áskilinn.