Ólafía Þórunn í KPMG Women's PGA Championship risamótið | KPMG Ísland
close
Share with your friends

Ólafía Þórunn fyrst íslenskra kylfinga vinnur sér inn rétt til að taka þátt í risamóti í golfi

Ólafía Þórunn í KPMG Women's PGA Championship risamótið

Við hjá KPMG óskum Ólafíu Þórunni innilega til hamingju með að hafa unnið sér inn rétt, fyrst íslenskra kylfinga, til að taka þátt í risamóti í golfi og erum sérstaklega ánægð með að það skuli einmitt vera KPMG Women‘s PGA Championship. Mótið hefst 29. júní nk. og fer fram á Olympia Hills, rétt fyrir utan Chicago í Illinois. Mótinu lýkur 2. júlí.

1000

Tengt efni

Ólafía Þórunn og Phil Mickelson, flottir merkisberar KPMG

Við hjá KPMG óskum Ólafíu Þórunni innilega til hamingju með að hafa  unnið sér inn rétt, fyrst íslenskra kylfinga, til að taka þátt í risamóti í golfi og erum sérstaklega ánægð með að það skuli einmitt vera KPMG Women‘s PGA Championship. Mótið hefst 29. júní nk. og fer fram á Olympia Hills, rétt fyrir utan Chicago í Illinois. Mótinu lýkur 2. júlí.

Það var góð spilamennska Ólafíu Þórunnar í upphafi LPGA mótaraðarinnar og á nýliðnu móti sem gerði henni kleift að vinna sér inn rétt til að keppa á þessu risamóti. Á mótinu munu 156 af fremstu kvenkylfingum heims keppa og þar á meðal eru Brooke Henderson sem hefur titil að verja og tveir aðrir merkisberar KPMG þær Stacy Lewis og Klára Spilková. 

Samhliða mótinu heldur KPMG ráðstefnuna KPMG Womens Leadership Summit þann 28. júní þar sem meðal annarra ræðumanna eru Condoleezza Rice fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Lindsey Vonn margfaldur heims- og Ólympíumeistari á skíðum. Markmiðið með því að samtvinna þessa tvo viðburði er að efla og hvetja konur inná og utan golfvallarins. 

Hægt verður að fylgjast með KPMG Women‘s Leadership Summit í beinni útsendingu frá upphafi til enda, en frekari upplýsingar um vefslóð beinu útsendingarinnar og ráðstefnunnar í heild sinni má finna á KPMG.com/WomensLeadership

© 2019 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International Cooperative (KPMG International), svissnesku samvinnufélagi. Allur réttur áskilinn.

Hafðu samband

 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn