Persónuvernd og gagnaöryggi - KPMG Ísland
close
Share with your friends

Persónuvernd og gagnaöryggi

Persónuvernd og gagnaöryggi

Nú eru í smíðum nýjar reglur um öflun, vistun og nýtingu persónuupplýsinga sem byggja á löggjöf Evrópusambandsins um persónuvernd. Reglurnar ná yfir umsjón, úrvinnslu og meðferð gagna, eyðingu þeirra og afhendingu sem og ábyrgð þeirra sem veita þjónustu á þessu sviði.

1000

Tengt efni

Persónuvernd og gagnaöryggi

Ný löggjöf ESB og nýjar reglur Persónuverndar um persónuupplýsingar

Innleiðingin nýju reglnanna felur í sér auknar kröfur um innra eftirlit fyrirtækja og upplýsingaskyldu til einstaklinga og persónuverndaryfirvalda. Með nýjum reglum aukast jafnframt heimildir yfirvalda til að beita sektum og birta upplýsingar um þau fyrirtæki sem sinna ekki skyldum sínum á þessu sviði.

Nýju reglurnar geta haft umtalsverð áhrif á vinnubrögð fyrirtækja hvað varðar upplýsingasöfnun og úrvinnslu. Í mörgum tilvikum kallar þetta á ítarlega aðlögun sem krefst sérfræðikunnáttu og faglegrar verkefnastjórnunar.

Upplýsingakerfi og upplýsingaöryggi

Sérfræðingar KPMG búa yfir djúpri þekking á ferlum og rekstri upplýsingakerfa og reynslu af úttektum á gagna- og upplýsingaöryggi. Með aðstoð KPMG geta fyrirtæki t.d. náð yfirsýn yfir núverandi stöðu - hvort kröfur séu uppfylltar og hvað þarf að gera til að svo verði.

KPMG getur einnig aðstoðað við greiningu og skráningu upplýsingakerfa og gagnasafna sem og flæði persónugagna milli kerfa. Yfirferð samninga og skuldbindingar við viðskiptavini og greining innra regluverks og stjórnkerfis upplýsingaöryggis er mikilvæg í þessu samhengi svo eitthvað sé nefnt.

Með staðlaðri aðferðafræði og nákvæmu stöðumati má auðvelda og draga úr kostnaði við að stíga inní nýjar og breyttar aðstæður. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um hvernig KPMG getur hjálpað til við að uppfylla kröfur í nýju regluverki ESB.

Frekari upplýsingar veita: 

Davíð Kr. Halldórsson 

og 

Ingi Tómasson

 

© 2019 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International Cooperative (KPMG International), svissnesku samvinnufélagi. Allur réttur áskilinn.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

Óska eftir tilboði