KPMG gefur nú í fyrsta sinn út árs- og sjálfbærniskýrslu. Í skýrslunni er farið yfir rekstur og starfsemi ársins 2020-2021 og skuldbindingar með tilliti til umhverfisins, fólksins, hagsældar og stjórnarhátta.

Í skýrslunni eru upplýsingar um rekstur og starfsemi ársins en meginhluti hennar fjallar um sjálfbærnistefni félagsins og þau markmið sem KPMG hefur sett í þeim efnum. Eins eru inni í skýrslunni mælikvarðar félagsins í sjálfbærni og hvar KPMG stendur miðað við framtíðaráætlanir félagsins.

Sjálfbærni er og verður mjög mikilvægur þáttur í rekstri og þjónustuframboði KPMG og er það í takt við stefnum KPMG á alþjóðavettvangi. 

Rekstur félagsins gekk vel á árinu, ekki síst þegar tekið er mið af þeirri óvissu sem félagið og viðskiptavinir þess búa við í núverandi aðstæðum. Velta félagsins var nær óbreytt milli ára þrátt fyrir COVID faraldurinn og námu heildartekjur félagsins um 5,3 ma. kr.

Jón Sigurður Helgason