Hjálmur Hjálmsson, ráðgjafi hjá KPMG, var nýlega gestur í hlaðvarpsþættinum Ræðum það í stjórn Andrésar Jónssonar og Tinna Kára Jóhannessonar. Hjálmur sérhæfir sig í ráðgjöf um breytta starfshætti og hagnýtingu tækni. Sérstaka áherslu hefur Hjálmur lagt á innleiðingu á Microsoft lausnum hér á landi. Auk þess að hafa aðstoðað fjöldann allan af fyrirtækjum innleiða stafræn umskipti hefur Hjálmur einnig haldið námskeið og fyrirlestra um breytta starfshætti á vinnustöðum. Þar leggur hann sérstaka áherslu á hagnýtingu á tækni og teymisvinnu.

Við hvetjum áhugasama til að leggja við hlustir.