Lokunarstyrkir

Með lögum nr. 38/2020, um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, var komið á fót svokölluðum lokunarstyrkjum til rekstraraðila sem gert var að hætta starfsemi vegna ráðstafana í þágu sóttvarna. Síðan þá hefur úrræðið verið framlengt í tvígang með tilheyrandi breytingum.

Tekjufallsstyrkur

Tekjufallsstyrkjum er ætlað að styðja við rekstraraðila sem hafa orðið fyrir tímabundnu tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og aðgerða stjórnvalda til að verjast útbreiðslu hennar. Í upphafi var hugmyndin að tekjufallsstyrkjum til styrktar litlum rekstraraðilum og einyrkjum en við meðferð Alþingis voru fleiri rekstraraðilar felldir undir gildissvið laganna. Tekjufallsstyrkirnir eru veittir fyrir allt að fimm stöðugildi á hvern rekstraraðila og tekur styrkfjárhæð mið af rekstrarkostnaði og tekjufalli. Tekjufallsstyrkur gagnast því sérstaklega smærri rekstraraðilum og getur styrkurinn numið allt að 17,5 m.kr. á rekstraraðila.

Viðspyrnustyrkir

Þann 16. desember síðast liðinn var frumvarp til laga um viðspyrnustyrki, sem eru tekjuskattsskyldir, samþykkt á Alþingi. Er lögunum ætlað að styðja við rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins og aðgerða stjórnvalda í tengslum við hann. Er stuðningnum ætlað að stuðla að því að rekstraraðilar geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir, að þeir geti varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist.

Myndrænn samanburður helstu atriða styrkjaúrræða

Hér má finna samantekt á helstu atriðum er varða styrkjaúrræðin.

  Lokunarstyrkir Tekjufallsstyrkir
Viðspyrnustyrkir
Gert að loka? Nei Nei
Tekjufall 75% 40% 40%
Skilyrði um tekjur? Já, lágmark 4,2 millj. kr. á árinu 2019 Nei Já, lágmark 500 þús. kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 - 31. október 2020
Ekki vanskilum
Bú ekki tekið til gjaldþrotaskipta
Frádráttur vegna annarra úrræða? Nei Já, lokunarstyrkur og laun í uppsagnarfresti Já, lokunarstyrkur, laun í uppsagnarfresti og styrkur úr Atvinnuleysistryggingasjóði
Hámarksfjárhæð Nei - þó ath. fjöldi launamanna 17,5 millj. kr. 2,5 millj. kr. á mánuði
Fjárhæð byggð á starfsmannafjölda
Gildir til?  N/A 31. október 2020 31. nóvember 2021