Hlutabótaleiðin

Meira um hlutabótaleiðina

Almennt

Hlutabótaleiðin er úrræði stjórnvalda til að sporna gegn uppsögnum á ráðningarsamböndum atvinnurekenda við starfsfólk sitt á meðan á erfiðleikum stendur vegna COVID-19 faraldursins.

Sú útgáfa leiðarinnar sem gildir í dag felur í sér þau skilyrði, sem atvinnurekandi þarf að uppfylla til að geta nýtt sér úrræðið, eru fimm. Í fyrsta lagi þarf hann að bera ótakmarkaða skattskyldu hérlendis. Í öðru lagi þarf meðaltal mánaðartekna hans, frá 15. mars 2020 til og með þeim degi sem starfsmaður sækir um atvinnuleysisbætur, hafi lækkað um 25% hið minnsta. Í þriðja lagi má hann ekki á tímabilinu 1. janúar 2020 – 31. maí 2022 ákveða að greiða út arð, lækka hlutafé, kaupa eigin hlutabréf o. fl. Í fjórða lagi þarf hann að hafa staðið skil á launatengdum og opinberum gjöldum, og í fimmta lagi þarf hann að hafa staðið skil á framtölum og fylgigögnum síðustu þrjú ár áður en umsókn berst eða hann hóf starfsemi, ef það var síðar.

Fyrir launamann til að eiga rétt á hlutabótum þarf starfshlutfall að hafa verið lækkað um a.m.k. 20% og launamaður þarf að halda a.m.k. 50% starfshlutfalli.

Nánar um „framlenging hlutabótaleiðar“ hér.

Þann 20. mars samþykkti Alþingi lög nr. 23/2020 um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um Ábyrgðarsjóð launa. Markmið laganna er að aðstoða fyrirtæki við að halda ráðningarsambandi við starfsfólk sitt þar til rekstrarerfiðleikar vegna COVID-19 faraldursins eru yfirstaðnir. Þær breytingar sem til voru lagðar í lögunum giltu því aðeins í afmarkaðan tíma en hafa verið framlengd með tilheyrandi breytingum síðan þá. Verður hér saga hlutabótaleiðarinnar rakin.

Laun í sóttkví

Efnahagsleg áhrif COVID-19 faraldursins eru slík að tekjutap atvinnurekenda getur ollið því að erfitt getur reynst þeim að greiða laun. Þá kann einnig að vera að starfsmenn eigi ekki rétt á veikindadögum sitji þeir í sóttkví vegna fyrirmæla heilbrigðisyfirvalda en þó án þess að sýna einkenni þess að vera sýktir. Því þótti félags- og barnamálaráðherra nauðsynlegt að einstaklingar, sem sæta sóttkví samkvæmt framangreindu, hafi möguleika á því að sækja um greiðslur vegna launataps sem þeir kunna að verða fyrir. 

Nánar um laun í sóttkví.

Fjárstuðningur vegna greiðslu launa á uppsagnarfresti

Lög nr. 50/2020, um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, voru samþykkt á Alþingi þann 29. maí 2020. Gilda þau um fjárstuðning til atvinnurekenda sem hafa þurft að segja upp launamönnum sínum vegna fjárhagslegra örðuleika sem hægt er að rekja með beinum eða óbeinum hætti til ráðstafana sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins, eða til annarra aðstæðna sem skapast hafa vegna hans. Er lögunum ætlað að tryggja réttindi launafólks og styðja við atvinnurekendur sem sjá fram á tekjutap vegna faraldursins.

Nánar um fjárstuðningur vegna greiðslu launa á uppsagnarfresti

Ráðningarstyrkir

Í september 2020 setti félagsmálaráðherra reglugerð sem gerir atvinnurekendum fært að ráða til sín starfsmenn gegn styrkveitingu, svo kallaður ráðningarstyrkur. Er markmið reglugerðarinnar að stuðla að þátttöku atvinnuleitenda í vinnumarkaðsaðgerðum og er reglugerðin sett vegna þess ástands sem hefur skapast á vinnumarkaði vegna efnahagslegra áhrifa heimsfaraldurs kórónaveiru.

Nánar um ráðningarstyrki

Myndrænn samanburður á helstu skilyrðum og takmörkun starfsmannatengdra úrræða

  Hlutabótaleiðin Laun í sóttkví Laun í uppsagnarfresti Ráðningarstyrkir
Verulegir restrarörugleikar?  Nei Nei Nei
Takmörkun á arðsúthlutun (og sambærilegum úthlutunum til hluthafa)  Já, til 31. maí 2022 Nei Já, þar til stuðningurinn er tekjufærður Nei