Aukið svigrúmi sveitarfélaga

Lög nr. 25/2020 lögðu til breytingar á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 og lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Fólu þær í sér eftirfarandi:

  1. Heimild fyrir sveitarstjórnir að víkja tímabundið frá fjármálareglum 64. gr. sveitarstjórnarlaga.
    1. Heildarútgjöld A- og B-hluta reikningsskila þurfa nú ekki að nema lægri fjárhæð en samanlögðum reglulegum tekjum á hverju þriggja ára tímabili (2020-2022).
    2. Sveitarfélög fá undanþágu frá þeirri reglu að heildarskuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum séu ekki hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum sveitarfélagsins.
    3. Tímabundið úrræði frá 2020-2022.
  2. Gjaldendum fasteignaskatta skal heimilt að fresta gjalddögum með sama hætti og með sömu skilyrðum og málsmeðferðarreglum og kveðið er á um frestun gjalddaga staðgreiðslu opinberra gjalda sbr. umfjöllun liðar 2 hér að framan.

 

Tímabundin niðurfelling tollafgreiðslugjalds vegna skipa og flugvéla

Með lögum nr. 25/2020, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru voru samþykktar breytingar á tollalögum, nr. 88/2005 er fól í sér að ekki skuli innheimta tollafgreiðslugjald vegna tollafgreiðslu skipa og flugvéla utan almenns afgreiðslutíma, til og með 31. desember 2021.

Dreifing gjalddaga aðflutningsgjalda

Með lögum nr. 25/2020, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru var gerð breyting á tollalögum, nr. 88/2005 er varðar aðflutningsgjöld.

Skulu aðilar er njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum njóta þess að gjöldunum skuli dreift á tvo gjalddaga með heimild til færslu alls innskatts viðkomandi tímabils. Skal heimildin til færslu innskattsins vera til staðar þrátt fyrir að einungis hluti hans hafi verið greiddur.           

Varðar uppgjörstímabil frá mars 2020 og út árið.

Niðurfelling gistináttaskatts

Með lögum nr. 25/2020, var gerð breyting á lögum um gistináttaskatt nr. 87/2011 á þann veg að gistináttaskattur tímabilsins 1. apríl 2020 – 31. desember 2021 falli niður. Þá skal greiðslu þegar álagðs gistináttaskatts tímabilsins janúar – loka mars 2020 frestað til 5. febrúar 2022.

Lækkun bankaskatts flýtt

Hinn sérstaki skattur á fjármálafyrirtæki skv. lögum nr. 155/2010 skal strax lækkaður á árinu 2021 niður í 0,145%, með lögum nr. 25/2020.

Áður hafði Alþingi samþykkt að bankaskatturinn (eins og hann er kallaður í daglegu tali) yrði lækkaður í áföngum og samkvæmt því orðinn 0,145% árið 2024. Er því ferlinu flýtt með breytingarlögunum.