Virðisaukaskattur „Allir vinna“

Endurgreiðsla virðisaukaskatts til byggjenda og eigenda íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis.

Endurgreiðsla virðisaukaskatts „þriðja geirans“

Endurgreiðsla virðisaukaskatts til einstaklinga utan rekstrar vegna vinnu við bifreiðar

Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna heimilisaðstoðar og umhirðu íbúðarhúsnæðis

Niðurfelling álags vegna skila á virðisaukaskatti

Endurgreiðsla virðisaukaskatts til sveitarfélaga – útvíkkun á „allir vinna“   

„Sókn í nýsköpun“ 

Meðal þeirra margvíslegu aðgerða stjórnvalda til að mæta efnahagslegum áhrifum kórónuveiru má nefna aðgerðir í þágu nýsköpunar sem í daglegu tali hafa fengið viðurnefnið; sókn í nýsköpun.

Eins og stendur má skipta aðgerðunum niður í átta flokka, sem hér segir:

  1. Sprota- og nýsköpunarsjóðurinn Kría
  2. Stuðnings-Kría – mótframlagslán
  3. Tækniþróunarsjóður
  4. Átak til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu
  5. Aukin fjárfestingarheimild lífeyrissjóða í vísissjóðum
  6. Matvælasjóður
  7. Frádráttur einstaklinga vegna fjárfestinga í nýsköpun
  8. Aukin frádráttur nýsköpunarfyrirtækja - Rannís

Tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar

Lög nr. 57/2020, um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar, voru samþykkt á Alþingi þann 16. júní 2020. Fái atvinnufyrirtæki heimild til tímabundinnar fjárhagslegrar endurskipulagningar getur það komist í svokallað „greiðsluskjól“ í allt að eitt ár, sem gerir það að verkum að ekki er hægt að koma að vanefndarúrræðum gagnvart fyrirtækinu sem og að ekki greiðslur munu ekki fara fram á gjalddögum krafna.

Sveitarfélög og kórónuveirufaraldurinn

Þann 26. mars 2021 samþykkti Alþingi lög, nr. 22/2021, um breytingu á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga. Tilefni lagasetningarinnar var að veita sveitarfélögum heimild til að víkja frá fjármálareglum sveitarstjórnarlaga til lengri tíma en gert var ráð fyrir í þágildandi lögum, auknar heimildir Lánasjóðs sveitarfélaga til að lána sveitarfélögum vegna rekstrarhalla og veita  sveitarfélögum meira svigrúm við innheimtu fasteignagjalda. Breytingarnar áttu það allar sameiginlegt að tilurð þeirra mátti rekja til áhrifa heimsfaraldurs kórónaveiru.

Annað

Aukið svigrúmi sveitarfélaga

Tímabundin niðurfelling tollafgreiðslugjalds vegna skipa og flugvéla

Dreifing gjalddaga aðflutningsgjalda

Niðurfelling gistináttaskatts

Lækkun bankaskatts flýtt