Brúarlán fyrirtækja - ríkisábyrgð

Lögum um ríkisábyrgðir, nr. 121/1997 er breytt tímabundið á grundvelli laga nr. 25/2020 á þann veg að ríkissjóði skuli heimilt að undirgangast ábyrgðarskuldbindingar í tengslum við samning við Seðlabanka Íslands um að bankinn veiti fyrirgreiðslu til að auðvelda viðbótarlán (brúarlán) lánastofnana til fyrirtækja. Fyrirgreiðslan byggir á því að Seðlabankinn veiti 50% ábyrgð á veitt viðbótarlán lánastofnana til fyrirtækja. Er það í höndum lánastofnana að ákveða hvaða fyrirtæki geta fengið lán með ábyrgðinni. 

Stuðningslán

Fram kom í lögum nr. 38/2020 að lánastofnun sem gert hefur samning við Seðlabanka Íslands um lánveitingar vegna COVID-19 geti veitt tilteknum rekstraraðilum lán er nemur allt að 10% af tekjum rekstraraðilans á rekstrarárinu 2019, þó að hámarki 40 millj. kr. Lán þessi að 10 millj. kr. skulu vera að fullu tryggð af ríkissjóði og 85% af lánum umfram það.

Myndrænn samanburður á helstu skilyrðum og takmörkunum lánaúrræðanna

  Brúarlán Stuðningslán
Verulegt og ófyrirséð tekjutap v. COVID-19? Nei
Hámarkslán Tvöfaldur árslaunakostnaður á næstliðnu ári 40 m.kr. þó ekki hærra en 10% af tekjum 2019
Launakostnaður sem ehildarútgjöld síðasta árs 25% 10%
Argreiðslutakmörkun
Tímalengd ábyrgðar 18 mánuðir 30 mánuðir
Skilyrði um rekstrarhæfi til framtíðar