Eins og flestir vita hefur COVID-19-heimsfaraldurinn haft margvíslegar afleiðingar í för með sér. Þetta óvenjulega ástand er nýr raunveruleiki sem kallar á ýmis viðbrögð fyrirtækja, einstaklinga og stjórnvalda. Óumdeilt er að heimsfaraldurinn hefur haft töluverð efnahagsleg áhrif og mun halda því áfram. Hefur það því m.a. fallið í hlut stjórnvalda að finna tímabundnar lausnir á þeim vanda. Mikilvægt er að slíkar lausnir stefni að því að lágmarka þann efnahagslega skaða sem heimsfaraldurinn kann að hafa í för með sér.

Nú höfum við tekið saman á einum stað yfirlit yfir aðgerðir stjórnvalda og munum reyna að uppfæra þetta vefsvæði jafnóðum ef breytingar verða. Þá má finna önnur gögn, svo sem reiknilíkan vegna tekjufallsstyrkja á vefsvæði þessu.

Við vonum að með þessu móti getum við hjá KPMG lagt okkar af mörkum á þessum óvenjulegu tímum.