Ferðaþjónusta á Íslandi - staða og horfur

KPMG hefur unnið yfirgripsmikla greiningu fyrir Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála um stöðu og horfur í íslenskri ferðaþjónustu. Miðað er við stöðuna eins og hún birtist í ársreikningum fyrirtækja fyrir árið 2019 og árin þar á undan auk gagna um komu ferðamanna til landsins og annarra upplýsinga frá árinu 2020.

Með falli WOW Air og fækkun í komu ferðamanna árið 2019 birtust blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu. Árið 2020 hefur síðan fært greininni COVID-19 með alvarlegum afleiðingum eins og alþekkt er. Til að geta brugðist við á sem skilvirkastan hátt og horft fram á veginn með raunhæfum hætti hefur KPMG lagst á árar með yfirvöldum ferðamála og stjórnvöldum við að skilgreina stöðuna á sem nákvæmastan hátt. Niðurstöðuna má lesa í skýrslunni Fjárhagsgreining – Staða íslenskrar ferðaþjónustu í árslok 2019 og í myndbandi gefnu út af Ferðamálastofu.

Fjárhagsstaða ferðaþjónustu á Íslandi í árslok 2019

Í kjölfar bankahrunsins árið 2008 var stefnan sett á að efla Íslands sem áfangastað ferðamanna. Það ásamt lækkun á gengi íslensku krónunnar setti landið rækilega á kortið sem ferðamannaland og ferðamönnum fjölgaði ár frá ári. Samkvæmt greiningu KPMG hefur mikil uppbygging í greininni aukið skuldsetningu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja en hins vegar hefur rekstrarafkoma dregist saman sem takmarkar getu fyrirtækja til þess að standa undir skuldsetningunni. Fjárhagsstaða er þó mjög mismunandi milli undirgreina og landshluta og sjá má ýtarlegri greiningu á því í skýrslunni sem vísað var í hér að ofan. Greinigin leiðir að einhverju leyti að tiltölulega stór hluti fyrirtæki í ferðaþjónustu voru í árslok 2019 of skuldsett miðað við rekstrarafkomu og illa undir það búin að takast á við stór áföll. 

Við hverjum þig til að kynna þér innihald skýrslu Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála og setja þig í samband við okkur hjá KPMG ef þú vilt forvitnast meira um hana eða koma á framfæri athugasemdum. 

Hér eru viðtöl við nokkra aðila

... vegna útgáfu skýrslunnar um fjárhagsgreiningu ferðaþjónustunnar.