KPMG Law vill minna á að frestur til að sækja um tvö úrræði stjórnvalda vegna efnahagslegra áhrifa af COVID-19 fer senn að renna út. Eru úrræðin sem hér segir:

  1. Stuðningur vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti = umsóknarfrestur til 20. ágúst vegna launatímabilanna maí, júní og júlí. Þar eftir er umsóknarfrestur til og með 20. hvers mánaðar fyrir næstliðið launatímabil. 
  2. Lokunarstyrkur = umsóknarfrestur til 1. september 2020.

Hvaða rekstraraðilar ættu að skoða þetta? 

  1. Stuðningur vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti = Hafi rekstraraðili sagt upp launamanni/launamönnum vegna verulegrar fjárhagslegrar röskunar á atvinnurekstri í tengslum við COVID-19 á tímabilinu 1. maí 2020 til og með 1. október 2020 gæti hann átt rétt á þessum stuðningi. 
  2. Lokunarstyrkur = Hafi rekstraraðila verið skylt að loka samkomustað á tímabilinu 24. mars 2020 til 3. maí 2020 gæti hann átt rétt á styrk vegna rekstrarkostnaðar sem féll til á tímabilinu.

    Aðeins fjórðungur þeirra fyrirtækja sem talið var að myndu sækja um styrkina, hafa sótt um slíkan styrk.

Þá skal tekið fram að frekari skilyrði eru fyrir beitingu úrræðanna og er umsókn skilað rafrænt á skattur.is

Ef vakna upp spurningar í tengslum við framangreint, t.a.m. hvort rekstraraðili uppfylli skilyrði fyrir beitingu úrræðanna, skal vinsamlegast hafa samband við Ævar Hrafn Ingólfsson eða Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur.