Hér eru nokkrar spurningar sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja gætu viljað velta fyrir sér í því sambandi.

 1. Hvernig þróast markaðir og viðskiptaumhverfi á næstunni – hvaða breytingar eru varanlegar?
  Skoða þarf þróunina í stóru samhengi. Hvernig er hegðun neytenda og viðskiptavina að breytast? Hver er staða keppinauta og hvaða nýja nálgun þarf í rekstri til að ná árangri í framtíð? Meðal líklegra breytinga er; kröfuharðari neytendur, aukin nýting á stafrænni tækni,  vaxandi áhersla á samfélagslega ábyrgð (e. ESG) og sveigjanlegri (e. Agile) rekstrarmódel.
 2. Hvernig þarf rekstur og efnahagur fyrirtækisins að vera – hvar er breytinga þörf?
  Hvert er rekstrarhæfi fyrirtækisins? Þarf að aðlaga rekstrarmódelið að nýjum veruleika? Þarf að skoða kostnaðarliði og auka sveigjanleika í aðfangakeðju? Hvernig er hægt að hagnýta tækni? Er hægt að treysta sambandið við viðskiptaaðila og fjármögnunaraðila? Eru tækifæri í að losa eignir og/eða þarf að gera breytingar á fjármögnun? Eða er rétt að selja fyrirtækið, kaupa eða stefna á samruna? 
 3. Hvaða áhætta er augljós og hvernig er hægt að bregðast við?
  Nýta þarf styrkleika til að ná árangri en um leið er mikilvægt að meta og taka á veikleikum til að mæta ógnunum í umhverfi og sívaxandi flækjustigi í regluverki.
 4. Hver er lærdómur um menningu fyrirtækisins – gott og slæmt?
  Er upplýsingamiðlun hjá fyrirtækinu góð á erfiðum tímum? Hvernig bregst starfsfólkið við áskorunum og fjarvinnu? Er það kraftmikið og áhugasamt um velferð fyrirtækisins og tilbúið að fara inn á nýjar brautir?
 5. Hvað þarf að vera í forgangsröðuðu aðgerðarplani til að breyta og mæta nýjum veruleika?
  Mikilvægt er að fjárfesta í tíma til að setja fram skýrar og metnaðarfullar aðgerðir og fylgja eftir sem fyrst til að mæta nýjum veruleika.

Við hjá KPMG aðstoðum fyrirtæki við að fóta sig og mæta nýjum veruleika. Allt ofangreint og fleira til eru atriði sem við getum aðstoðað við og því sjálfsagt að hafa samband.