Það er ljóst að COVID-19 hefur haft í för með sér mikla óvissu á fasteignamarkaði en einnig ýtt undir þróun og innleiðingu stafrænna lausna, breytingar á verslunarháttum og aukna tilhneigingu í átt að UFS (e. ESG). Þessir straumar munu hafa talsverð áhrif á fasteignamarkað komandi ára og skilningur á stefnu þessara strauma er lykill að árangri.

Í meðfylgjandi skýrslu greina helstu sérfræðinga KPMG alþjóðlega strauma á fasteignamarkaði og deila þekkingu sinni á þessu sviði. Athugið, skýrslan er á ensku. 

Ask the industry: Few industry executives expect the global economy to recover within the next year, chart

5 útgangspunktar (e. key takeaways)

Útgangspunktarnir hér fyrir neðan sýna fram á nýjan veruleika á fasteignamarkaði. Þar er stafræn vegferð, aukinn sveigjanleiki, traust viðskiptasambönd og heildræn nálgun í UFS nauðsynleg til varanlegs samkeppnisforskots.

Stafræn vegferð er grundvallaratriði

Ein stærsta arfleið heimsfaraldursins verður áhrif hans á að flýta fyrir stafrænni umbreytingu markaðarins. Áhrifin sem stafræn tækni hefur haft á einingar eins og skrifstofur, verslun og frístundarými má ekki vanmeta.

 

UFS er komið til að vera

Fólk leitar í auknum mæli eftir sjálfbærni og þar eru viðskipti með eignir og vörur ekki undanskildar. Eigendur fasteigna munu þurfa að huga að því hvað það þýðir fyrir leigutaka, fjárfesta og aðra hagaðila.

 

Fjárfesting í trausti

Allt athafnaleysi og allar athafnir móta ímynd fyrirtækisins. Þörfin fyrir trausti á milli leigusala og leigutaka hefur aldrei verið mikilvægari. Einblína þarf á að byggja upp sterk viðskiptasambönd og bætt samskipti til að tryggja það að unnið sé með hagaðilum en ekki á móti.

 

Aukinn sveigjanleiki og þrautseigja

Á meðan óstöðugleiki ríkir á markaði er leitast eftir lipurð og sveigjanleika. Við þessar aðstæður mun upplýsingagjöf í rauntíma í bland við sviðsmyndagreiningar leiða til árangursríkari stefnumótandi ákvarðana.

 

Endurmat á fjárfestingarumhverfi

Enn er í umferð talsvert fjármagn sem þarf að ávaxta og munu fjárfestingasjóðir, lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar áfram leita að góðum tækifærum til ávöxtunar. Fasteignir hafa sögulega reynst góður eignaflokkur og munu líklega skila eigendum sínum ávöxtun til lengri tíma en búast má við aukinni samkeppni um fjárfestingar í góðum og vel staðsettum eignum.

 

Við erum hér til aðstoðar

Skoðið það sem er efst á baugi