Þann 11. maí 2020 samþykkti Alþingi lög sem taka til starfsemi rekstraraðila sérhæfðra sjóða, þ.e. annarra sjóða en verðbréfasjóða. Lögin öðlast strax gildi en rekstraraðilum sem falla undir gildissvið laganna er heimilt að starfa áfram í óbreyttri mynd til 1. janúar 2021 en þurfa að sækja um starfsleyfi eða skrá sig hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir 1. nóvember 2020. 

Hér má nálgast einblöðung þar sem betur er farið yfir þessi lög.