KPMG hefur unnið greiningu fyrir Ferðamálastofu á rekstri og fjárhagsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Tilgangur greiningarinnar var að meta hvernig fjárhagsleg úrræði stjórnvalda sem komið höfðu fram vegna COVID-19 heimsfaraldursins fyrir gærdaginn, 28. apríl, væru líkleg til að nýtast félögum í ferðaþjónustu á Íslandi. Gögnin eiga líka að geta aðstoðað við að greina hvernig ný úrræði nýtast einstaka greinum og hve stórt hlutfall félaga ætti að geta nýtt úrræðin miðað við skilyrði sem sett eru fyrir nýtingu þeirra. 

Hér má nálgast þessa greiningu.