Atburðir sem tengjast COVID-19 heimsfaraldrinum hafa haft veruleg áhrif á rekstur, fjárhagsstöðu og afkomu flestra fyrirtækja. Mikilvægt er að huga að því hvernig gerð verður grein fyrir þessum áhrifum í árshlutareikningum á árinu 2020.

Á vefkynningu sem haldin var 7. apríl fóru þeir Jóhann I. C. Solomon og Magnús G. Erlendsson, sérfræðingar hjá KPMG, yfir atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar gerð er grein fyrir þessum áhrifum í árshlutareikningum á árinu 2020.

Hér er hægt að horfa á upptöku af vefkynningunni.