Styrking ferðaþjónustunnar - Gistináttaskattur

Styrking ferðaþjónustunnar – Gistináttaskattur 

Gistináttaskattur tímabilsins 1. apríl 2020 – 31. desember 2021 fellur niður.

Ítarlegri umfjöllun

Virðisaukaskattur - "Allir vinna"

Virðisaukaskattur – „Allir vinna“ 

Byggjendur og eigendur íbúðarhúsnæðis, nýbygginga og frístundahúsnæðis skal nú heimil 100% endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu við framangreindar eignir. Hlutfall endurgreiðslunnar hækkar því úr 60% í 100% og tekur nú til frekari vinnu, svo sem vegna hönnunar og eftirlits.

Úrræðið tekur einnig til endurgreiðslu á 100% þess virðisaukaskatts sem mannúðar- og líknarfélaga, íþróttafélaga, björgunarsveita, landssamtaka björgunarsveita og slysavarnadeilda og einstökum félagseiningum sem starfa undir merkjum samtakanna hafa greitt vegna vinnu manna á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum sem alfarið eru í eigu þeirra auk vinnu við hönnun og eftirlit.

Þá má er ýmis önnur þjónusta samkvæmt lögunum sem hægt er að óska eftir 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna. Svo sem:

  1. Bílaviðgerðir. Einstaklingar utan rekstrar eiga rétt á 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða, bílamálningar eða bílaréttingar fólksbifreiða..
  2. Heimilisaðstoð og umhirða. Eigendur eða leigjendur íbúðarhúsnæðis geta fengið 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna heimilisaðstoðar og umhirðu íbúðarhúsnæðis.

Ítarlegri umfjöllun

Virðisaukaskattur

Greiðari innflutningur 

Ekki skal innheimta tollafgreiðslugjald vegna tollafgreiðslu skipa og flugvéla utan almenns afgreiðslutíma, til og með 31. desember 2021.

Aðilar sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum njóta þess að gjöldin skuli nú greiða fimmta dag annars mánaðar eftir lok hvers tveggja mánaða uppgjörstímabils. Breytingin felur í sér að aðflutningsgjöld vegna uppgjörstímabilsins mars – apríl skuli greidd 5. júní í stað 15. maí. Er því um 20 daga greiðslufrest að ræða. 

Ítarlegri umfjöllun

Fjárfestingaátak

Fjárfestingaátak 

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur verið falið að framkvæma svokallað fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu.

Ítarlegri umfjöllun