Hin nýju lög kveða á um breytingu á lögum um gistináttaskatt nr. 87/2011 sem felur í sér að gistináttaskattur tímabilsins 1. apríl 2020 – 31. desember 2021 fellur niður. Engu breyti hér um hvort samningur um sölu á gistiþjónustunni hafi verið gerður fyrir 1. apríl 2020, ekki skal innheimta gistináttaskattinn ef afhending fer fram eftir 31. mars 2020.

Þá skal greiðslu þegar álagðs gistináttaskatts tímabilsins janúar – loka mars 2020 frestað til 5. febrúar 2022.