Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar þann 21. mars sl. kynnti ríkisstjórnin fjárfestingaraðgerðir sem ætlað var að örva efnahagslífið. Í fjáraukalögum og með þingsályktun samþykkti Alþingi að fela fjármála- og efnahagsráðherra framkvæmd eftirfarandi fjárfestingarráðstafana til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu vegna COVID-19:

1. Viðhald og endurbætur fasteigna

2. Nýbyggingar og meiri háttar endurbætur

3. Samgöngumannvirki

4. Orkuskipti, grænar lausnir og umhverfismál

5. Önnur innviðaverkefni

6. Rannsóknir, nýsköpun og skapandi greinar

7.  Stafrænt Ísland og upplýsingatækniverkefni


Á vefsíðu stjórnarráðsins má finna frekari upplýsingar um hvernig fjármagninu skuli varið.