Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 hafa tekið breytingum á eftirfarandi vegu:

  1. Séreignasparnaður, sem almennt er laus til útborgunar við 60 ára aldur, örorku eða fráfall rétthafa, skal heimilt að taka út.

a) Heimildin gildir frá 1. apríl – 31. desember 2020.

b) Hámark útgreiðslu = 12.000.000 kr.

c) Fjárhæðin skal greiðast út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum, að frádreginni staðgreiðslu, á 15 mánaða tímabili frá því að beiðni um útgreiðslu er lögð fram.

    i. Útgreiðslutími skal styttast hlutfallslega ef um lægri fjárhæð en 12.000.000 kr. er að ræða.

d) Umsókn skal skilað til vörsluaðila séreignasparnaðar.