Fjármála- og efnahagsráðherra hefur nú lagt fram frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru

Greiðslufrestur á allt að þremur greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjald
Frumvarpið boðar breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987 og lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990. Fela breytingarnar m.a. í sér eftirfarandi:

 1. Greiðslufrestur á allt að þremur greiðslum staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds.
      a. Tímabil: 1. apríl 2020 – 1. desember 2020.
      b.  Frestun til 15. janúar 2021.
      c. Skilyrði fyrir beitingu úrræðisins:
          i. Tímabundnir rekstrarörðugleikar vegna tekjufalls.
              1. Við mat á tekjufalli skal miða við a.m.k. þriðjungssamdrátt í rekstrartekjum yfir heilan mánuð samanborið við sama mánuð árið 2019.
              2.  Ekki er um rekstrarörðugleika að ræða, þótt tekjufall komi til, ef,
                  a. launagreiðandi á nægt eigið fé til að sækja sér lánafyrirgreiðslu á almennum markaði;
                  b. á nægt handbært fé til að standa straum af útgjöldum til rekstrar þegar þau falla í gjalddaga;
                  c.  ef arði er úthlutað á árinu 2020 eða úttekt eigenda innan ársins 2020 fer umfram reiknað endurgjald þeirra til þess tíma.
          ii.  Engin vanskil opinberra gjalda, skatta eða skattsekta.
         iii.  Skil á skattframtölum lokið.
  d. Eftirfarandi rekstraraðilar geta ekki nýtt sér úrræðið:
          i.  Þeir sem áttu við varanlega rekstrarörðugleika að stríða fyrir upphaf ársins 2020.
         ii.  Opinberir aðilar.
  e. Möguleiki á auknum fresti ef tekjufall er mikið samanborið við fyrra rekstrarár en slíkri ósk skal beint til Skattsins fyrir 15. janúar 2021.