Við lög nr. 90/2003, um tekjuskatt, hefur bæst ákvæði til bráðabirgða er kveður á um barnabótauka að fjárhæð 30.000 - 42.000 kr. með hverju barni innan 18 ára aldurs. Fjárhæð barnabótaaukans ræðst af tekjuskattsstofni einstæðs foreldris eða hjóna eða sambúðaraðila sem hærri hefur tekjur.

  1. Barnabótaauki að fjárhæð 42.000 kr. skal greiddur með hverju barni í þeim tilvikum þar sem greiddar eru tekjutengdar barnabætur til framfæranda.
  2. Barnabótaauki að fjárhæð 30.000 kr. skal greiddur með hverju barni í þeim tilvikum þar sem ekki eru greiddar barnabætur vegna tekjuskerðingarákvæða tekjuskattslaga

Barnabótaauki þessi skal ekki teljast til skattskyldra tekna né leiða til skerðinga annarra greiðslna.